Stjórnarfundur 05.11.2009
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar með fulltrúum stjórnar Alþjóðlegrar ættleiðingar fimmtudaginn 5. nóvember 2009, kl. 20.00
Haldinn í húsnæði félagsins Austurveri.
16. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Fundinn sátu einnig fulltrúar stjórnar Alþjóðlegrar ættleiðingar
Birna Ósk Einarsdóttir
Elín Henrikssen
Karen Rúnarsdóttir
Kristinn Ingvarsson
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Mál á dagskrá:
1.Samræður
Rætt var um fjármál og erfileika við að fjármagna það uppbyggingarstarf sem framundan er og nauðsyn þess að kraftur yrði settur í öflun nýrra ættleiðingarsambanda erlendis. Á fundinum var augljóst að öflun nýrra sambanda er sameiginlegt markmið beggja félaga.
Stjórnarmenn ræddu um að það væri nokkur ókostur og hindraði jafnvel fyrirgreiðslur til félaganna að margir álíta að á milli félaganna ríki togstreita og ósætti.
Þá var rætt um litla þekkingu á málaflokknum innan stjórnsýslunnar, hversu stjórnsýslan er vanbúin og afkastar litlu, skort á frumkvæði innan kerfisins og hvernig skilningsleysi og áhugaleysi stjórnvalda heldur þessum málaflokki í raun niðri. Í kjölfarið af þeirri umræðu var komið inn á mögulegar leiðir til þess að koma á einhverskonar vitundarvakningu, þá t.d. með sameiginlegu málþingi, ráðstefnu eða vinnufundi.
Að lokum voru ræddir kostir og gallarnir við mögulega samvinnu félaganna á þessum tímapunkti og á næstunni. Í því samhengi voru ýmsar hugmyndir ræddar. Ákveðið var að þróa framangreindar hugmyndir áfram og taka þær upp á stjórnarfundum innan hvors félags.
Fundi slitið klukkan 22.40
Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari