Fréttir

Stjórnarfundur 07.08.2013

Stjórnarfundur 07.08.2013

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 6. ágúst 2013 kl. 20:00

Mættir:
Ágúst Hlynur
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
Anna Katrín
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins sat einnig fundinn.

Mál á dagskrá:
Dagskrá:
1. Mánaðarskýrsla Apríl
2. Mánaðarskýrsla Maí.
3. Mánaðarskýrsla Júní.
4. Mánaðarskýrsla Júlí.
5. Þróun undirbúningsnámskeiða fyrir verðandi kjörforeldra.
6. Rekstraráætlun (sjá fylgiskjal).
7. Húsið í skóginum - Kynning á fyrirhuguðu skipulagi og nýtingu
8. Önnur mál

1. Fundargerð seinasta fundar (4. júní).
Samþykkt

3. Mánaðarskýrsla Apríl
Afgreitt.

2. Mánaðarskýrsla Maí.
Frestað.

3. Mánaðarskýrsla Júní.
Frestað.

4. Mánaðarskýrsla Júlí.
Frestað.

5. Þróun undirbúningsnámskeiða fyrir verðandi kjörforeldra.
Ákveðið að meðan upplýsingar um kostnað við að lengja undirbúningsnámskeið og faglega þörf liggja ekki fyrir verði námskeiðin ekki lengd. Stjórn æskir þess að framkvæmdastjóri geri grein fyrir mögulegum leiðum sem hægt er að fara við að lengja námskeiðin og kostnaði við þá kosti. Einnig óskar stjórn eftir að Hrönn ráðgjafi á skrifstofu sem framkvæmdastjóri hefur falið umsjón með framkvæmd námskeiðanna geri grein fyrir faglegri þörf á að lengja námskeiðin og taki jafnframt til skoðunar hvort fella beri einhverja efnisþætti út af þess námskeiði ef betur fari að kenna þá síðar í umsóknarferlinu.
Einnig ákveðið að framkvæmdastjóri sendi dönsku handbókina fyrir námskeiðin, sem hann hefur undir höndum, til stjórnar.

6. Rekstraráætlun (sjá fylgiskjal).
Drög að endurskoðaðri rekstraráætlun lög fram og kynnt af framkvæmdastjóra. Umræður. Afgreiðslu frestað.

7. Húsið í skóginum - Kynning á fyrirhuguðu skipulagi og nýtingu.
Stjórn og framkvæmdastjóri hafa unnið að skipulagi þjónustumiðstöðvar á vegum félagsins síðan ráðgjafamiðstöðin Spíra var heimsótt í tengslum við aðalfund NAC í september 2011. Liður í þeim undirbúningi er ráðning starfsmanns í ráðgjafastarf hjá félaginu.
Viðræður hafa staðið við Reykjavíkurborg allt seinasta ár um leigu á húsnæði undir skrifstofu og þjónustumiðstöð félagsins. Fyrir skömmu samþykkti Borgarráð að gera leigusamning við félagið um húsið Bjarkarhlíð við Bústaðaveg.
Framkvæmdastjóri, formaður og Ágúst sem skipar húsnæðisnefnd ÍÆ kynntu vinnu sína sem unnin hefur verið með Sindra Gunnarss. arkitekt um innra skipulag og nýtingarkosti hússins.
Húsið er nú í endurbyggingu og ætti að vera tilbúið til afhendingar ti félagsins innan hálfs árs. Ljóst er að ný aðstaða félagsins mun gjörbreyta möguleikum á þjónustu við ættleidd börn og fjölskyldur þeirra.

8. Önnur mál
a) Lagt fram handrit að bæklingi leikskólabyrjun sem leikskólakennararnir doktor Jórunn Elídóttir lektor við HA, Díana Sigurðardóttir sérkennslustjóri og Sigurrós Ingimarsdóttir deildarstjóri hafa tekið saman en grunnurinn byggir á dönsku upplýsingariti.
Stjórn ÍÆ þakkar Jórunni, Díönu og Sigurrósu framtakið.
Ákveðið að fela framkvæmdastjóra að meta hvort bæklingurinn er útgáfuhæfur í núverandi formi og gefa hann út í nafni félagsins.
b) Vinnulistar.
Sigrún María leggur til að komið verið á fót miðlægum verkefnalista með upptalningu á verkefnum og stöðu þeirra.
Ákveðið að slíkur listi innihaldi verkefni sem ákvörðuð eru af stjórn og verði hluti af mánaðarskýrslum framkvæmdastjóra til stjórnar.
c) Samþykkt að framkvæmdastjóri sendi upplýsingabæklinginn sem skrifaður var fyrir Kína og svo staðfærður fyrir Rússland á stjórn.

Fundinn ritaði fundarritunargerðarmaðurinn
Hörður
Fundi slitið kl: 22:15


Svæði