Stjórnarfundur 08.02.2022
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 8. febrúar kl. 17:30.
Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir og Lísa Björg Lárusdóttir.
Brynja Dan og Tinna Þórarinsdóttir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdastjóri félagsins.
Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Skýrsla skrifstofu
- Signet transfer – minnisblað
- Rekstraráætlun 2022
- Samráðsfundur með DMR – minnisblað
- Aðalfundur ÍÆ
- Ársreikningur 2021
- Skýrsla frá Noregi vegna PAS
- Samstarfslönd
- Adoption week í mars
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt.
2. Skýrsla skrifstofu
Bæði hefur verið aukning á viðtölum og símtölum sl. vikur.
Sjóðstreymi félagsins yfirfarið.
3. Signet transfer – minnisblað
Félagið er að klára samning við Advania varðandi kaup á Signet transfer kerfi.
4. Rekstraráætlun 2022
Elísabet opnar og kynnir fyrir stjórn. Allir mættir stjórnarmenn samþykkja.
5. Samráðsfundur með DMR – minnisblað
Minnisblað vegna fundarins var sent á stjórn í aðdragana fundar. Lísa og Elísabet mættu á fund og gekk hann að þeirra sögn vel. Boðaður verður annar fundur þar sem sýslumaður verður líka þegar niðurstaða KPMG liggur fyrir.
6. Aðalfundur ÍÆ
Aðalfundur verður haldinn 17. mars kl. 20. Búið er að bóka sal.
7. Ársreikningur 2021
Er ekki tilbúinn. Það verða vonandi komin drög í vikunni og mun Elísabet þá senda þau á stjórn.
8. Skýrsla frá Noregi vegna PAS
Skýrslan kom í desember til félaganna. Góð og ítarleg skýrsla.
9. Samstarfslönd
Félagið er að bíða eftir heyra frá ráðuneytinu varðandi Indland og Dóminíska lýðveldið. Gögn voru send varðandi þau lönd fyrir jól.
Innan NAC var stofnaður Indlandshópur og hefur samstarf þar gengið vel. Við erum að bíða eftir upplýsingum varðandi hópinn og vonumst til að geta bæst í hann.
Þá er félagið að bíða eftir upplýsingum varðandi samstarf við Ungverjand.
Þá er komið að endurnýjun vegna samnings við Tékklandi (mars), Kólumbíu og Kína.
10. Adoption week í mars
Rætt um að útbúa myndbönd og nýta samfélagsmiðla.
Mikilvægt er að breyta facebook síðu félagsins sem fyrst úr einstakling í like síðu.
Vikan er 7-11 mars.
11. Önnur mál
Rætt um að ljóst sé að félagið þarf persónuverndarfulltrúa.
Skrifstofan er að vinna í að fá styrk frá Evrópusambandinu vegna beiðni sem kom um fræðslu frá okkur fyrir Togó.
Breytingar á samþykktum. Lísa sendi breytingartillögu á stjórn í aðdraganda fundar. Allir mættir stjórnarmenn samþykkja tillöguna. Aðalfundur verður auglýstur í vikunni og þá breytinngartillaga með.
Fundi lokið kl: 19:15
Næsti fundur: Þriðjudagurinn 8. mars kl. 17