Stjórnarfundur 08.10.2016
Árið 2016, laugardaginn 8. október kl. 15:00 kom stjórn Íslenskrar ættleiðingar saman á fundi í Skipholti 50b. Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Ágúst H. Guðmundsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sigurður Halldór Jesson, Sigrún María Kristinsdóttir og Vigdís Häsler.
Einnig sátu fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri, Ragnheiður Davíðsdóttir verkefnastjóri og Lárus H. Blöndal sálfræðingur.
Þetta var tekið fyrir:
- Upplýsingar frá NAC.
Formaður upplýsir um símafund með stjórn NAC. Helst var rætt um hækkun á ættleiðingarstyrk í Noregi og næsta aðalfund sem haldinn verður í Finnlandi 2017. - Önnur mál
- Sameiginlegur fundur með IRR og UTR v/ Tógó
Framkvæmdastjóra falið að koma á sameiginlegum fundi með fulltrúum innanríkisráðuneytisins, utanríkisráðuneytisins og Íslenskri ættleiðingu vegna Tógó - Ráðning starfsmanns skrifstofu
Stjórn hefur ákveðið að ráða starfsmann á skrifstofu félagsins í sérstök verkefni. Skrifstofu falið að semja auglýsingu hið fyrsta. - Bóka fund með VEL v/ hækkunar á ættleiðingarstyrk
Framkvæmdastjóra falið að koma á fundi með fulltrúum velferðarráðuneytisins vegna viðræðna um hækkun á ættleiðingarstyrk. - Tæknilegar hagræðinga
Rætt innan stjórnar. Ari Þór mun annast verkefnið. - Sýslumaður – fundur með sýslumanni og IRR
Framkvæmdastjóra falið að koma á fundi með fulltrúum sýslumanns og innanríkisráðuneytisins. - Drög að ársáætlun
Rætt innan stjórnar og að skrifstofa verði tilbúin með drög að ársáætlun 3.-4. nóvember, sbr. það sem rætt var á starfsdegi stjórnar og skrifstofu þann 8. október sl.
Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 16:05.