Fréttir

Stjórnarfundur 08.11.2011

Stjórnarfundur 8.nóvember 2011
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar 8.nóvember 2011 kl.20:00

Mættir:
Elín, Ágúst, Jón Gunnar, Anna Katrín og Kristinn framkvæmdastjóri

Dagskrá:
1. Rekstraráætlun 2012
Framkvæmdastjóri og varaformaður fóru yfir þá vinnu sem er í gangi við rekstraráætlun félagsins fyrir árið 2012, farið yfir forsendur á bak við fjárhæðir og einstakir liðir ræddir. Lagt upp með að áætlunargerð verðir lokið fyrir næsta fund. Stjórnarmönnum boðið að taka þátt í vinnunni.

2. Ný heimasíða
Farið yfir stöðuna á vinnunni við gerð nýrrar heimasíðu, ákveðið að opna nýja síðu þann 15. janúar 2012 en til að það náist þarf að halda vel á spöðunum og vinna vel að því efni sem fara á inn á síðuna. Jón Gunnar útnefndur verkefnastjóri.

3. Skemmtinefnd
Erindi skemmtinefnda lögð fram og samþykkt.

4. Heimsóknirtil samstarfslanda/nýrra samstarfslanda 2012
Rætt um að nauðsynlegt væri að stilla upp einhvers konar heimsóknarplani til samstarfslanda til næstu 12-24 mánaða. Mikilvægt er að leggja niður hvaða heimsóknir er nauðsynlegt að fara í og kortleggja þær í tíma því samstarfslöndin þurfa líka sinn undirbúningstíma. Tekin ákvörðun um það að framkvæmdastjóri fari til Tógó í janúar á næsta ári og nýti ferð sem farin verður þá. Tilgangur ferðarinnar er að styrkja enn betur það samband sem búið er að koma á og styrkja ferlið milli landanna.

5. Húsnæðisnefnd
Virk húsnæðisnefnd var við líði fyrir nokkrum misserum síðan og ákveðið að blása lífi í hana aftur, Ágúst og Jón Gunnar kjörnir í þá nefnd.

6. Önnur mál
a) Tekin ákvörðun um að kaupa tvö gsm símanúmer og símtæki frá Símanum fyrir formann félagsins og verkefnastjóra ef styrkur frá Símanum fæst.
b) Rætt um fyrirkomulag og framkvæmd undirbúningsnámskeiða


Svæði