Fréttir

Stjórnarfundur 10.01.2007

Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 10. janúar 2007, kl. 20:00
13. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2006

 

Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Pálmi, Karl Steinar, Kristjana og Arnþrúður. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Fundarstaður: Húsnæði ÍÆ, Ármúla 36, Reykjavík

1) Sakaskrá til yfirvalda

Umræða um ítarlegu sakavottorðin sem núna eru send til erlendra yfirvalda með tilliti til hertra reglna hjá CCAA. Á þessum vottorðum koma fram mál sem jafnvel eru fyrnd eða minniháttar. Karl Steinar tekur að sér að skoða þetta mál út frá lagalegu sjónarhorni.

2) Ný sambönd

Umræða um hvar möguleiki er á nýju samböndum. Hefðin er sú að ÍÆ hefur haft frumkvæðið að nýjum samböndum en ÍÆ og dómsmálaráðuneytið koma sambandinu á í sameiningu. Á síðasta ári voru skoðaðir möguleikar á að ættleiða frá eftirfarandi löndum:

Nepal
Suður-Kórea
Vietnam
Filipseyjar
Thailand

Stjórnin ætlar að hafa starfsdag mánudaginn 15. janúar þar sem möguleikar á nýjum samböndum verða skoðaðir.

3) Börn með skilgreindar sérþarfir

Búið að finna fjölskyldur fyrir öll 5 börnin með skilgreindar sérþarfir . Það þarf að fara yfir ferlið að nýju og skoða það gagnrýnum augum og athuga hvað má betur fara. Guðrún og Guðlaug munu fara yfir þetta ferli og breyta því sem þarf að breyta.


4) Útgáfa tímaritsins
Ekki náðist að gefa út blað fyrir jól. Það kemur að öllum líkindum ekki fyrr en í febrúar.

5) Vefsíða

Fyrirhugað að gera útlitsbreytingar á vefsíðunni. Vefsíðan verður áfram með sama grunn en gerð verður andlitslyfting á henni en einnig er verið að fara yfir efni hennar.

6) Verkaskipting starfsmanna:

Guðrún og Guðlaug munu taka fólk í viðtöl og sinna ráðgjöf til félagsmanna. Fanney mun sinna hefðbundnum skrifstofustörfum og bókhaldi.

7) Húsnæðismál

Guðrún skoðaði húsnæði í Skeifunni en að öllum líkindum er það ekki alveg nógu stórt. Engar skrifstofur, vinnuaðstaða á opnum svæði en sérstakt fundar og viðtalsherbergi. Þetta er leiguhúsnæði og er töluvert dýrar en það sem félagið er með núna. Það er húsnæði á Laugavegi sem er til sölu og gæti hentað en ekki var gert ráð fyrir að fara að húsnæðiskaup. Þá er húsnæði í Kópavogum en það þarfnast frekari innréttinga fyrir félagsstarfsemina. Haldið verður áfram að leit að hentugu húsnæði fyrir starfsemi ÍÆ en gera þarf nokkrar breytingar á skipulagi skrifstofunnar í því húsnæði sem hún er í núna svo það henti fyrir 3 starfsmenn.

8) NAC fundur í Finnlandi.

Samþykkt að Guðrún framkvæmdastjóri fari á fundinn fyrir hönd félagsins. Fundurinn er helgina 20. til 21 janúar.

9) Kvittanir fyrir greiðslum.

Vegna laga um ættleiðingarstyrki þurfa ættleiðendur að halda til öllum kvittunum fyrir greiðslum á móti ættleiðingarstyrkjunum. Samþykkt að félagið sendi framvegis kvittanir til allra fyrir greiðslur.

Fleira ekki rætt og fundi slitið.

Arnþrúður Karlsdóttir

Fundarritari.

 

 


Svæði