Stjórnarfundur 11.04.1986
Mætt eru: Jón Hilmar, Guðrún Sveinsd, Engilbert Valgarðsson, Elín Jakobsd, Gestur fundarins er Helgi Bjarnason.
Aðalefni fundarins var sá vandi sem steðja að vegna þeirrar stöðvunar sem verið hefur að undanförnu á ættleiðingum frá Sri Lanka sem er okkar eina samband.
Við eigum fund í dómsmálaráðuneyti á næstu dögum við ráðuneytisstjóra, Drífu og fl., þar ætlum við að gera grein fyrir okkar afstöðu í þessu máli, sem er að okkur finnst það harla harkalegt að stöðva aðra í að fara út þó svo að ein mistök hafi átt sér stað, þegar um 100 hjón hafa farið utan, og allt gengið að óskum.
Ákveðið var að hafa fjölskylduskemmtun helgina 28.-29. júní, og finna þarf góðan stað.
Fundi slitið kl. 11:00.
Elín Jakobsdóttir.