Stjórnarfundur 12.02.2018
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 12.febrúar kl. 18:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.
Fundinn sátu: Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárussdóttir og Magali Mouy, Sigurður Halldór Jesson og Lára Guðmundsdóttir tóku þátt með fjarfundabúnaði.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta fundar
- Mánaðarskýrsla janúar
- Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun
- Samningur á milli umsækjenda og skrifstofu
- Aðalfundur og ársreikningur 2017
- Málþing 16.mars og námskeið 17.mars
- Drög á þjónustusamningi
- Fræðsluáætlun
- Önnur mál
- Fundargerð síðasta fundar.
Fundargerð frá 9. janúar samþykkt.
- Mánaðarskýrsla janúar.
Rædd.
- Ársáætlun 2018: Fjárhagsáætlun og starfsáætlun.
Áætlanir samþykktar.
- Samningur milli umsækjanda og skrifstofu.
Samningnum fagnað, hefur tekið mörg ár í vinnslu
- Aðalfundur og ársreikningur 2017
Formaður segir frá stöðu, fyrstu drög komin. Fundarboð vegna aðalfundar samþykkt.
- Málþing 16. mars og námskeið 17. mars
KI fer yfir stöðu mála vegna málþing og námskeið í mars. Verð á málþingi og námskeiði rædd og samþykkt.
- Drög á þjónustusamningi.
KI segir frá drögum sem komu frá DMR vegna þjónustusamningis, rætt var minnisblaðið sem barst til stjórnarmeðlima fyrir fundinn. KI og formaður fara á fund með DMR 22. febrúar.
- Fræðsluáætlun.
Farið yfir tillögur að breyttri fræðsluáætlun og hún samþykkt.
- Önnur mál.
- Skjal vegna umsagnar 98.mál frá nefndarsviði Alþingis
Sagt frá tölvupósti sem barst og engar athugasemdir.
- Minnisblað um skráningu í Reykjavíkurmaraþon
KI segir frá því að búið sé að opna fyrir ÍÆ hjá Reykjavíkurmaraþoninu þannig að hlauparar geta skráð félagið sem sitt góðgerðafélag. Það sem safnast mun renna í barna- og unglingastarf eins og undanfarin ár.
- Fundargerð Nac lög fram
Stjórnarmenn höfðu fengið fundargerð frá síðasta NAC fundi sem formaður fór á í Kaupmannahöfn 19.janúar.
- Heimsókn formanns í leikskólann Hof ásamt Rut félagsráðgjafa.
Formaður segir lítillega frá heimsókn sinni í leikskóla sonar síns, þar sem krakkar og kennarar voru frædd um Tékkland og hver tenging sonar formanns væri við það land.
Fundi lokið kl. 19:15