Stjórnarfundur 12.04.2023
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 12. apríl 2023 kl. 17:30.
Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir og Svandís Sigurðardóttir.
Fjarverandi: Gylfi Már Ágústsson og Örn Haraldsson
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
- Fundargerð síðasta stjórnarfundar
- Fundargerð aðalfundar, 28. mars 2023
- Skýrsla skrifstofu
- Verkskipting stjórnar
- Nac og EurAdopt
- Félagsstarf og fræðsla
- Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt
2. Fundargerð aðalfundar, 28.mars 2023
Fundargerð samþykkt
3. Skýrsla skrifstofu
Minnisblað vegna skýrsla skrifstofu fyrir mars rætt.
Fyrsta pörun ársins átti sér stað í lok mars við barn frá Tékklandi.
Farið yfir viðtöl og það sem hefur verið í gangi hjá skrifstofunni í mars. Mikil vinna farið í að aðstoða og fræða vegna skoðunar á þeim 3 verkefnum sem DMR er að skoða með að færa til Sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu. Stjórn hefur verið haldið upplýstri um gang mála. Vinnu við þessa tilfærslu átti að vera lokið 15.mars en ekki hefur ennþá borist upplýsingar um hvenær vinnunni mun ljúka frá DMR.
4. Verkaskipting stjórnar
Berglind Glóð gefur áfram kost á sér sem formaður og samþykkja allir meðlimir stjórnar það. Þá gefur Svandís jafnframt kost á sér áfram sem varaformaður og samþykkja allir meðlimir stjórnar það einnig.
Selma og Sólveig gefa kost á sér sem ritarar og er samþykkt að þær skipti ritarastarfinu með sér.
5. Nac og EurAdopt
Berglind Glóð óskar eftir því að verða áfram fulltrúi félagsins hjá Nac og Svandís komi inn sem varamaður. Allir samþykkir því. Elísabet verður áfram fulltrúi stjórnar í EurAdopt og Berglind kemur inn sem varamaður. Allir samþykkir því. Næsti fundur hjá EurAdopt verður á morgun og næstu daga, 13.-15. Apríl og er hann haldinn í Lúxemborg.
Næsti Nac fundur verður í 28.maí og verður haldinn í Kaupmannahöfn. Elísabet Hrund framkvæmdastjóri fer á fundinn sem formaður Nac og Berglind ætti að fara sem fulltrúi félagsins en það skýrist á næstu dögum.
6. Félagsstarf og fræðsla
Ekki er búið að fyrirhuga neitt sérstakt í tengslum við félagsstarf eða fræðslu enda hafa síðustu viðburðir verið illa sóttir af félagsmönnum. Stjórn beðin um að koma með hugmyndir um hvað væri hægt að gera sem þarf ekki mikið fjármagn fyrir. Skoða aftur hvort halda eigi viðburð fyrir uppkomna ættleidda með Sigrúnu Ósk Kristjánsdóttur í tengslum við þáttinn hennar „Leitin að upprunanum“.
7. Önnur mál
a. Leiguhúsnæði
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðu vegna breytinga á leiguhúsnæði félagsins. Vonast er til að samningar klárist í lok apríl. Stjórn mun fá senda uppfærslu þegar endaleg niðurstaða um leiguverð hefur borist.
Fundi slitið kl. 18:30
Næsti fundur 10.maí kl. 17:30