Stjórnarfundur 14.03.2008
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 14. mars 2008, kl. 12:15
1. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
Mættir: Ingibjörg Jónsdóttir, Ingibjörg Birgisdóttir, Freyja Gísladóttir, Finnur Oddsson og Kristjana Erlen Jóhannsdóttir. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Ný stjórn skiptir með sér verkum
Formaður: Ingibjörg Jónsdóttir
Varaformaður: Ingibjörg Birgisdóttir
Gjaldkeri: Kristjana Erlen Jóhannsdóttir
Ritari: Arnþrúður Karlsdóttir
Meðstjórnendur: Finnur Oddsson, Freyja Gísladóttir og Helgi Jóhannesson
Nýtt fólk í stjórn, þau Finnur og Freyja, boðin velkomin til starfa.
Stungið upp á Freyju í ritstjórn heimasíðunnar ásamt Ingibjörgu B og Arnþrúði og það samþykkt.
Ákveðið að hafa stjórnarfundi áfram síðasta fimmtudagskvöld í mánuði.
Sendinefnd frá Kína
Sendinefnd frá CCAA vill koma í heimsókn til að hitta fjölskyldur og heimsækja skrifstofu. Þeir verða að sjálfsögðu boðnir velkomnir hingað.
Næsti fundur ákveðinn 27. mars. Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Kristjana Erlen Jóhannsdóttir
fundarritari