Stjórnarfundur 14.1.2014
Stjórnarfundur 14.01.2014
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 14.janúar 2014 kl. 20:00
Mættir:
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Hörður Svavarsson
Sigrún María Kristinsdóttir
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri félagsins og Ragnheiður Davíðsdóttir starfsmaður skrifstofu sátu einnig fundinn.
Dagskrá:
1. Fundargerð seinasta fundar.
2. Fundargerðir og samþykktir boðaðra funda í október og nóvember bornar undir samþykki stjórnar.
3. Mánaðarskýrsla framkvæmdastjóra fyrir desember 2013.
4. Rekstraráætlun lögð fram.
5. Beiðni um stuðning.
6. Húsnæðismál.
7. Önnur mál.
1. Fundargerð seinasta fundar
Frestað
2. Fundargerðir og samþykktir boðaðra funda í október og nóvember
Lagt fram og samþykkt
3. Mánaðarskýrsla fyrir desember 2013
Lagt fyrir og umræður
4. Rekstraráætlun
Lögð fyrir og rædd. Formaður, framkvæmdastjóri og Elísabet halda áfram vinnu við rekstraráætlun. Næstu skref, framkvæmdastjóra falið að kynna drög að rekstraráætlun fyrir Innanríkisráðuneytið.
5. Beiðni um stuðning
Lagt fyrir erindi frá félagsmönnum á biðlista í Kólumbíu en eins og kunnugt er hefur sá listi ekkert þokast misserum saman. Umsækjendurinir hafa hug á að kann möguleika á því að vegna serstakra aðstæðna verði þeim veitt heimild til að fá nýtt forsamþykki til annars lands án þess að draga forsamþykki til Kólumbíu til baka fyrst um sinn. Ekkert er augljóslega í Íslenskri löggjöf sem bannar tvö forsamþykki en slík heimild hefur þó aldrei verið veitt. Þessir umsækjnedur sjá fram á nokkurn kostnað við lögfræðiráðgjöf ætli þeir sér að fylgja beiðni sinni eftir og fara því fram á stuðning félagsins til að mæta þessum kostnaði.
Stjórn ÍÆ áréttar að félagið hafi hvorki heimild eða getu til að reka einstök mál umsækjenda nema um sérstakar aðstæður sé að ræða. Félagið annast alla hefðbundna milligöngu um ætlleiðingar til samræmis við löggjöf og samþykktir félagsins. Þó er félaginu ætlað að að vinna að velferð og réttindamálum kjörfjölskyldna og í þessu tilfelli verður að telja að um sé að ræað mál er varðar velferð væntanlegra kjörfjölskyldna almennt og úrslit þess muni gagnast öðrum í sömu aðstæðum. Stjórn ÍÆ ákveður því að veita úr viðbragssjóði félagsins tiltekinni upphæð til að greiða lögfræðikostnað í þessu máli.
6. Húsnæðismál.
Teikningar lagðar fram og húsnæðismál rædd
7. Önnur mál
- Rætt um samning við leiðbeinendur Undirbúningsnámskeiðs „Er ættleiðing fyrir mig“. Ákveðið að Ágúst og Elín klári samning við leiðbeinendur og biðji leiðbeinendur um tillögur að nýjum samning.
- Framkvæmdarstjóri lagði fram bréf varðandi afgreiðsluhraða í ættleiðingarmálum en fjöldi umsækjenda um forsamþykki sem Íslensk ættleiðing hefur haft milligöngu um hafa lýst óánægju með annars vegar afgreiðsluhraða sýslumannsembættis og hinsvegar afgreiðsluhraða barnaverndarnefndar.
- Framkvæmdarstjóri og Sigrún sögðu frá góðum fundi með Samtökunum 78 í desember.
- Vöktun á sn listanum í Kína, rætt um að það þyrfti að skoða hvernig fyrirkomulagið á því eigi að vera. Nú fer vöktunin öðruvísi fram og þarf því að skoða alla liði uppá nýtt, t.d. laun starfsmanns sem vaktar listana. Rætt um sn listagjald og lögð fram tillaga um að leggja það gjald niður og setja það frekar inní gjaldskránna. Framkvæmdastjóra falið að vinna tillögur að nýrri gjaldskrá.
- Tillaga að vinnulagi við greiðslu reikninga hjá Íslenskri ættleiðingu. Lagt fyrir og samþykkt. Lagt til að endurskoða eftir 3 mánuði.
- Rætt um ráðgjafaþjónustu hjá Íslenskri ættleiðingu og hvernig fyrirkomulag varðandi gjaldskrá fyrir þessa þjónustu ætti að vera. Framkvæmdastjóra falið að forma tillögur að gjaldskra.
- Formaður leggur til að halda aðalfund snemma í mars og var lagt til að halda fundinn þriðjudaginn 4.mars. Tillagan samþykkt.
- Rætt um NAC og Euradopt ráðstefnur á þessu ári.
Fundinn ritaði Ragnheiður
Fundi slitið kl: 23:00