Stjórnarfundur 14.11.2023
Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, 14.nóvember kl. 17:30.
Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Selma Hafsteinsdóttir og Svandís Sigurðardóttir sem tók þátt í gegnum fjarfundarbúnað.
Fjarverandi: Gylfi Már Ágústsson, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir og Örn Haraldsson
Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.
Dagskrá stjórnarfundar
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
2. Skýrsla skrifstofu
3. Nýr starfsmaður
4. Samstarfslönd
5. Jólaball ÍÆ 2023 - minnisblað
6. Fjárhagsáætlun 2024
7. Önnur mál
1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt
2. Skýrsla skrifstofu
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu. Mikið af viðtölum og fræðslu. Verið að aðstoða með umsóknir til upprunalanda.
Farið yfir stöðuna í upprunalöndum, ekki hægt að senda fleiri umsóknir til Tékklands eða Tógó vegna fjölda umsókna þar núþegar. Rætt um hugsanlega fræðslu með Bergdísi Wilson sem hélt erindi á ráðstefnu NAC, til að deila kostnaði verður lagt til að félögin sem eru í NAC standi að þessu saman.
3. Nýr starfsmaður
Nýr starfsmaður hefur verið ráðin í 50% starfshlutfall. Thelma Rut Runólfsdóttir hefur verið ráðin til starfa en hún er að klára uppeldis-og menntunarfræði næsta vor. Hún er byrjuð að koma sér inn í fræðsluna.
4. Samtarfslönd
Verið að skoða með ný samstarfslönd, búið að vera að bíða eftir svörum frá Dómsmálaráðuneytinu. Nú hefur komið formleg bréf frá ráðuneytinu, óskað eftir að ÍÆ taki afstöðu um hvort ráðuneytið óski aftur eftir viðbrögðum frá Dóminíska lýðveldinu og að ÍÆ afli meiri gagna um að endurvekja samstarf við Indland. Ákveðið að óska eftir því að ráðuneytið ítreki erindi sitt við Dóminíska lýðveldið og framkvæmdastjóri mun fara að safna saman uppfærðum gögnum vegna Indlands.
5. Jólaball ÍÆ 2023 - minnisblað
Rætt um minnisblað sem framkvæmdastjóri lagði fram um Jólaball ÍÆ, ekki margir búnir að skrá sig. Stjórn hvött til að skrá sig á jólaballið, skráningarfrestur er til 1.desember og verður staðan metin þá hvort næg þátttaka sé til staðar.
6. Fjárhagsáætlun 2024
Ekki farið sérstaklega yfir áætlun að þessu sinni þar sem ekki margir stjórnarmenn eru á fundinum. Framkvæmdastjóri mun senda tölvupóst á stjórn með þeim atriðum sem lagt er að til að breytist árið 2024. Áætlun verður skoðuð og samþykkt á næsta stjórnarfundi svo hægt sé að senda til samþykktar á Dómsmálaráðuneytið í desember.
7. Önnur mál
Engin önnur mál komu upp sem skráð voru í fundargerð.
Fundi lokið kl. 19:00