Fréttir

Stjórnarfundur 14.12.2022

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 14.desember kl 17:30 á skrifstofu félagsins.

Mætt eru: Lísa Björg Lárusdóttir, Berglind Glóð Garðarsdóttir, Svandís Sigurðardóttir, Tinna Þórarinsdóttir
og Örn Haraldsson.

Fjarverandi: Gylfi Már Ágústsson

Í leyfi: Brynja Dan Gunnarsdóttir

Þá tók Elísabet Salvarsdóttir þátt sem framkvæmdarstjóri félagsins.

Dagskrá stjórnarfundar 

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Þjónustusamningur 2023 - drög 
  3. Skýrsla skrifstofu 
  4. Sri Lanka 
  5. Fyrirspurnir vegna upprunalanda 
  6. Ferð skrifstofu til Tékklands 
  7. Jólaball og jólastund ÍÆ 
  8. Ársáætlun 2023 
  9. Fjárhagsstaða ÍÆ 
  10. Eðli og umsvif verkefna ÍÆ 
  11. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Engar athugsemdir gerðar við fundargerð 

2. Þjónustusamningur 2023 - drög 
Farið var yfir tillögu á endurnýjun á þjónustusamningi við Dómsmálaráðuneytið vegna ársins 2023 um þjónustusamning til 4ra mánaða meðan farið yrði í endurskoðun á umfangi málaflokksins. 
Vangaveltur  eru uppi um hver sé staða félagsins m.v. 4 mánaða þjónustusamning. Ef þetta er það sem liggur fyrir þá höfum við ekki annarra kosta völ en að segja upp starfsfólki og 
loka skrifstofunni. Að mat félagsins væri ákjósanlegast að fá árs samning og hefja strax enduskoðun 
á verkefnum málaflokksins.  

Þjónustusamningnum var komið á í því skyni að gera fjárhag ÍÆ óháð fjöls ættleiðinga og að hægt
væri að veita viðunandi þjónust á öllum stigum ferilsins.  
Fyrirhugaður fundur með ráðuneytinu föstudaginn 12.desember kl. 10. Tekin var sú ákvörðum að skrifa 
ekki undir þjónustusamninginn á ofangreindum fundi.  

3. Skýrsla skrifstofu  
Skýrsla skrifstofu er ekki tilbúin og kemur inn seinna. Farið yfir starf á skrifstofunn í nóvember og 
fram í desember.

4. Sri Lanka  
Rætt um fund með uppkomnum ættleiddum frá Sri Lanka sem haldin var mánudaginn 12.desember. Lagt var upp með að fundurin yrði samtalsfundur með 
það  að markmiði að viðkomandi einstaklingar tjáðu sig um málið og t.d. hvað þau vildu sjá að yrði gert í 
þessum aðstæðum sem upp eru komnar. Rut félagsráðgjafi ÍÆ var fundarstjóri og tók niður minnispunkta 
um úrræði sem fundarmenn vildu sjá.  

5. Fyrirspurnir vegna upprunalanda  
ÍÆ barst fyrirspurn frá einstaklingum sem hafa ættleitt frá Indónesíu, í kjölfar umfjöllunar um Sri Lanka. Það eru engin gögn á skrifstofu félagsins varðandi Indónesíu og hefur framkvæmdarstjóri sent 
upplýsingar um beiðnina til DMR.  

6. Ferð skrifstofu til Tékklands  
Minnisblað framkvæmastjóra vegna ferðar til Tékklands rætt.  

Framkvæmdarstjóri og verkefnastjóri ÍÆ fóru til Tékklands og áttu fund með UMPOD þann 8. og 
9. desember. Hittu þær starfsfólk fólk á skrifstofu UMPOD. Farið var yfir hlutverk og verkefni 
UMPOD og ÍÆ. Á fundinum fór UMPOD yfir tölfræði síðustu ára og hvernig ættleiðingar hafa 
sveiflast á milli ára og landa. Það var farið yfir allar umsóknir frá Íslandi og spurt út í þær – 
fengust upplýsingar um hvaða vantaði uppá með einstaka umsóknir. Starfsfólk skrifstofu er á 
því að þessi yfirferð hafi verið jákvæð. UMPOD virðist vera að gera sitt til að para íslenskar 
fjölskyldur en eru jafnframt heiðarleg. Heilt yfir var heimsóknin og fundurinn jákvæð og góð upplifun.  

7. Jólaball og Jólastund ÍÆ 
Þann 3. desember sl. hélt ÍÆ jólastund fyrir eldri börnin. 10 börn voru skrá en aðeins mættu 4
auk foreldra. 
Það var lélég mæting en gaman. 
Jólaballið þann 11. desember sl. var hins vegar vel sótt en tölvuvert fleiri uppkomnir ættleiddir 
mættu með sínar fjölskyldur.  

8. Ársáætlun 2023 
Drög að rekstraráætlun 2023 lögð fram, ekki hægt að klára fyrr en frekari upplýsingar liggja fyrir 
varðandi nýjan þjónustussamning við dómsmálaráðuneytið.  

9. Fjárhagsstaða ÍÆ  
Framkvæmdastjóri leggur fram minnisblað þar sem farið er yfir fjárhagsstöðu félagsins. Ganga þarf á sjóði félagsins til að standa undir skuldbindingum, framkvæmdastjóri hefur óskað eftir 
leyfi frá stjórn félagsins til að nýta þá sjóði.  

10. Eðli og umsvif verkefna ÍÆ  
Framkvæmarstjóri hefur gert úttekt og yfirlit yfir eðli og umsvif verkefna ÍÆ að beiðni DMR og hafa gögn hvað það varðar verið send á 
ráðuneytið.  

11. Önnur mál 

Fundarlok kl. 19:00

 

 


Svæði