Fréttir

Stjórnarfundur 15.05.1978

Stjórnarfundur sem haldinn var í maí að heimili formanns, og mættir voru Gylfi Már Guðjónsson, Ástrún Jónsd., Ágústa Bárðard. og Unnur Jónsd.

Ræddir voru möguleikar á að fara fram á einhvern ákveðinn kvóta um fjölda barna sem hugsanlega kæmu til Íslands.
Athuga um hvort einhverjir íslendingar væru búsettir í Kóreu, með það fyrir augum að biðja þá um að liðsinna okkur þar úti.
Ástrún ætlaði að ræða við Pétur Eiríksson forstjóra Álafoss og vita hvort hann hefði einhver sambönd við yfirvöld í Kóreu.
Var ákveðið að bjóða Haraldi Ólafssyni að gerast félagi í félaginu Ísland - Kórea og síðan að kanna alar hugsanlegar leiðir, sem gætu orðið okkur að liði.

Gylfi Már Guðjónsson
Ástrún Jónsdóttir
Ágústa Bárðardóttir.


Svæði