Stjórnarfundur 15.12.2015
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 15.desember 2015, kl. 20:00.
Fundinn sátu: Hörður Svavarsson, Elín Henriksen, Ágúst H. Guðmundsson, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, og Sigrún María Kristinsdóttir.
Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri sat einnig fundinn.
Fundargerð ritaði: Elísabet Hrund Salvarsdóttir
Dagskrá:
1. Fundargerð.
Fundargerð stjórnar frá stjórnarfundi dags. 10. nóv. samþykkt með breytingum vegna úttekta á húsnæði fyrir félagið.
2. Mánaðarskýrsla
Mánaðarskýrsla framkvæmdarstjóra lögð fram.
3. Jólaskemmtun
Góð mæting var á jólaskemmtun félagsins 6. des, fólk skemmti sé almennt vel. Ræddar voru athugasemdir vegna veitinga.
4. Fjárhagsáætlun 2016
Drög að fjárhagsáætlun lögð fram og rædd.
Niðurstaða fundar: Framkvæmdarstjóri sendir drög á Innanríkisráðuneytið samkvæmt þjónustusamningi.
5. Önnur Mál
Bréf frá Erni Haraldssyni.
Farið var yfir bréf frá Erni Haraldssyni þar sem óskað var eftir styrk vegna námskeiðs.
Niðurstaða fundar: Hitta þau sem koma að málinu og athuga hvernig hægt er að tengja það við félagið.
Fundi slitið kll. 21:40