Fréttir

Stjórnarfundur 17.08.2021

Stjórnarfundur íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 17. ágúst 2021 kl. 17:00.

Mætt; Berglind Glóð Garðarsdóttir, Brynja Dan Gunnarsdóttir, Dylan Herrera, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Tinna Þórarinsdóttir. 

Einnig tók Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Sigurður Halldór Jesson er í leyfi frá stjórnarstörfum. 

Þess má geta að til stóð að fundurinn færi fram 10. ágúst en var frestað til 17. ágúst.

Dagskrá stjórnarfundar

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
  2. Askur, skýrsla skrifstofu
  3. Drög að reglugerð um ættleiðingar
  4. iCar 7
  5. Starfsdagur
  6. Bréf til UMPOD
  7. Bréf til CCCWA
  8. Rannsóknarbeiðni
  9. Nac
  10. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Fundargerð samþykkt. 

2. Askur, skýrsla skrifstofu 
Hefur verið nóg að gera á skrifstofu í sumar að sögn Kristins. 
Kristinn og Dylan hittust nú nýverið og fóru yfir gagnagrunninn á skýjinu. Stefna á að kynna frekari breytingar fyrir stjórn á næsta stjórnarfundi.  

3. Drög að reglugerð um ættleiðingar
Á fundinum sem Kristinn átti við ráðuneytið kom fram að embætti sýslumanns er búið að fara yfir breytingartillögurnar og hafa samþykkt þær áður en við fengum þær sendar. 
Kristinn hefur þegar yfirfarið og bætt inn athugasemdum. Ætlar að senda á stjórn og geta þá stjórnarmeðlimir bætt við sínum athugasemdum.  

4. ICAR 7 
Kristinn segir ráðstefnu hafa verið vonbrigði að ákveðnu leyti. Nokkrir góðir fyrirlestrar en ekki mikið nýtt. 

5. Starfsdagur
Stefnt á að halda starfsdag 2. september nk. 

6. Bréf til UMPOD
Bréf sem skrifstofa sendi til UMPOD þann 24. maí sl. sett inn á grunn til upplýsinga til stjórnar.

7. Bréf til CCCWA
Bréf sem skrifstofa sendi til CCCWA í júní sl. sett inn á grunn til upplýsinga til stjórnar. 

8. Rannsóknarbeiðni 
Félaginu barst rannsóknarbeiðni þann 9. júlí sl. Um er að ræða beiðni um að félagið taki að sér að vera milliliður vegna rannsóknarverkefnis nema í félagsráðgjafadeild Háskóla Íslands. 

9. Nac
25. september nk. verður aðalfundur Nac. Verður hann rafrænn og mun Lísa taka þátt. 

10. Önnur mál
10.1. Fundur með DIA og Adoption og Samfund

Kristinn sat fund með DIA og Adoption Samfund í júlí sl. Dagskrá fundarins var ekki ljós fyrir og áttu sér því stað nokkuð almennar umræður. 
Kristinn sendi fundargerð á Elísabetu.  

2. Tilnefning á Barnaþing Umboðsmanns barna 
Sendur var út póstur og óskað eftir tilnefningum fyrir barnaþingið. Enn hefur enginn brugðist við. Rætt um að skrifstofa hafi samband við einhverja sem eiga börn á þeim aldri sem óskað er eftir (11-15 ára) og kanni með áhuga. 

Fundi lokið kl. 18:08 

Næsti fundur: 16. September, kl. 17.  


Svæði