Stjórnarfundur 17.10.2017
Fundargerð stjórnarfundur 17.október
Þriðjudaginn, 17 .október kl.19:30.
Fundinn sátu Ari Þór Guðmannsson, Dagný Rut Haraldsdóttir, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Lísa Björg Lárusdóttir og Magali Mouy, Lára Guðmundsdóttir og Sigurður Halldór Jesson tóku þátt með fjarfundabúnaði.
Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.
Dagskrá
1. Fundargerð síðasta fundar
Fundargerð síðasta fundar rædd og samþykkt.
2. Mánaðarskýrsla september
Frestað
3. 40 ára afmæli ÍÆ 2018
Farið yfir nokkur atriði vegna 40 ára afmælis félagsins á næsta ári. Drög að dagskrá ársins skoðuð. Framkvæmdastjóri fær heimlid til að kanna hvort eigi að ráða verkefnastjóra til að stýra viðburðum afmælisársins.
4. NAC
Ráðstefna og aðalfundur Nordic Adoption Council var haldinn í Helsinki í lok september. Þrír fulltrúar Íslenskrar ættleiðingar voru á ráðstefnunni, sem var mjög áhugaverð og voru mörg erindi sem vöktu athygli.
Á aðalfundi NAC var framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar með erindi um Cultural sensitivity, en félagið hefur þótt náð góðum árangri í samvinnu við upprunaríkin og miðstjórnvöldin.
Mona Arfs formaður NAC gaf ekki kost á sér til endurkjörs og var Irene Pärssinen-Hentula framkvæmdastjóri Save the Children Finland kjörin til að gegna embættinu til næstu tveggja ára.
Elísabet Hrund Salvarsdóttir mun sitja í stjórn NAC fyrir hönd Íslenskrar ættleiðingar næstu tvö ár og verður Ari Þór Guðmannsson varamaður hennar.
Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri var valinn í kjörnefnd ásamt Øyvind Bakke Reier.
5. Fundur með skrifstofustjóra og sérfræðingi Dómsmálaráðuneytis
Þann 18. september komu Berglind Bára Sigurjónsdóttir nýr skrifstofustjóri og Svanhildur Þorbjörnsdóttir sérfræðingur og kynntu sér starf Íslenskrar ættleiðingar. Viðstaddir voru starfsmenn skrifstofu og formaður félagins. Rætt var um þjónustusamninginn sem verið er að vinna í.
6. Sri Lanka
Framkvæmdastjóri segir frá ferð sinni til Sri Lanka í byrjun október. Tilgangur ferðarinnar var að viða að sér upplýsingum sem nýtast ættu uppkomnum ættleiddu vel og ná tengingu við aðila sem geta aðstoðað við upprunaleit í samstarfi við Íslenska ættleiðingu.
Ferðin var farin í samfloti með aðstandendum þáttarins Leitin að upprunanum. Mjög áhugaverð ferð, en einnig erfið, mikið af upplýsingum sem framkvæmdastjóri mun vinna úr og munu nýtast félaginu og félagsmönnum.
Farið yfir ferðakostnað, sem var innan áætlunar.
7. Fræðsluáætlun
Framkvæmdastjóri ræðir um hugsanlega breytingu á fræðsláætlun félagsins. Starfsmenn Íslenskrar ættleiðingar eru að vinna í hugmyndavinnu vegna breytinganna og mun áætlunin verða kynnt fyrir stjórn við fyrsta tækifæri.
8. Önnur mál
- Samningur milli félagsins og umsækjanda.
Vinna að samningi er í vinnslu hjá Kristni og Dagnýju. - Persónuverndalög
Persónuverrndarlög sem innleidd verða 2018 voru rædd og munu lögfræðingarnir í stjórn félagsins kynna sér lögin.
Lára Guðmundsdóttir víkur af fundi.
- C. Afgreiðsluhraði sýslumanns.
Félaginu barst fyrirspurn um afgreiðsluhraða sýslumanns. Farið var yfir afgreiðsluhraða embættisins, en Íslensk ættleiðing fylgist vel með honum. Stjórn félagsins var sammála að sá tími sem sýslumannsembættið tekur til að úthluta málum til lögfræðinga embættisins og kanna umsóknir, sé mjög langur og ekki í samræmi við góða stjórnsýsluhætti.
Framkvæmdastjóra falið að fylgja umsóknum eftir með bréfasendingu til sýslumannsembættisins þegar mikill dráttur er á afgreiðslu umsókna um forsamþykki.
Fundi lokið kl. 21:40