Fréttir

Stjórnarfundur 18.10.2010

Stjórnarfundur ÍÆ
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, mánudaginn 18. október kl. 20:00

Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Karl Steinar Valsson
Vigdís Sveinsdóttir
Kristinn framkvæmdastjóri sat fundinn.

Dagskrá fundarins:
1. Viðtöl við umsækjendur um starf skrifstofumanns
2. Verkaskipting stjórnar
3. Vinna við vinnureglur og leiðbeiningar fyrir starfsfólk og stjórnarmenn ÍÆ.
4. Önnur mál.

1. Viðtöl við umsækjendur um starf skristofumanns.
Tekin voru lokaviðtöl við fjóra umsækjendur. Tekin ákvörðun um að bjóða einum af þessum fjórum starfsmönnum starfið. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá reynslusamningi til þriggja mánaða við umræddan umsækjenda.

2. Verkaskipting stjórnar
Finnur óskaði eftir því að láta af starfi varaformanns, lagt til að Elín Henriksen verði varaformaður og var það samþykkt. Jafnframt lagt til að Vigdís Sveinsdóttir verði ritiari og var það samþykkt.

3. Vinna við vinnureglur og leiðbeiningar fyrir starfsfólk og stjórnarmenn ÍÆ
Ágúst og Elín kynntu drög að vinnureglum stjórnar og starfsmanna. Stefnt að því að ljúka vinnunni fyrir næsta fund.

4. Önnur mál
• Veftré; fyrir nýja heimasíðu; rýna það vel og koma með athugasemdir til formanns.
• Landaávinningar; ræða frekar við DanAdopt um mögulegt samstarf sem lauslega hefur verið rætt. Framkvæmdastjóri tekur málið áfram og ræðir við viðeigandi aðila í Danmörku.
• Ráðstefna PAS; PAS nefnd ÍÆ stóð fyrir glæsilegu málþingi. Málþingið heppnaðist afar vel, skipulagið til sóma og afar fróðlegir fyrirlestrar í boði.
• Euradopt; senda út fulltrúa í lok mánaðarins á aðalfund og ráðstefnu.
• ISS; kanna möguleikann að aðgangi að þeim upplýsingum sem liggja hjá ISS. Framkvæmdastjóri kannar málið og tekur áfram.
• Fundur félagsmanns ásamt formanni með ráherra vegna aldurstakmarkana. Fundurinn gekk vel og ráðherra er allur af vilja gerður til að beita sér fyrir því að allir sitji við sama borð þegar að barneignum kemur.
• Indland; staða mála rædd.
• Nepal; staða mála rædd.

Fundi slitið kl. 21:50
Elín Henriksen


Svæði