Stjórnarfundur 19.02.2009
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 19. febrúar 2009, kl. 20:00
12. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
Mættir: Ingibjörg J., Ingibjörg B., Kristjana, Helgi, Finnur, Freyja, og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðstu fundargerð og samþykktiu hana.
Nepal
Ingibjörg B. lagði fyrir fundinn greinargerð vegna fundar sem hún átti í Danmörku í janúar með mögulegan samstarfsaðila í Nepal. Ákveðið að halda áfram vinnu við umsóknarferlið vegna ættleiðinga frá Nepal.
Aðalfundur
Rætt um undirbúning og skipulag aðalfundar sem verður 26. mars næstkomandi. Fundurinn verður í salnum Skarfurinn í Skarfabakka. Fyrirlestur verður að loknum aðalfundarstörfum og er unnið í því að fá spennandi fyrirlesara. Sett verður auglýsing á vefsíðuna um aðalfundinn og óskað eftir framboðum til stjórnar. Einnig verður fundarboð sent til félagsmanna a.m.k. 3 vikum fyrir aðalfundinn.
Aldursviðmið
Ákveðið að fulltrúar stjórnar ÍÆ fari á fund með dómsmálaráðherra til að ræða stöðuna sem upp er komin vegna endurnýjunar forsamþykkis fyrir umsækjendur á biðlista sem eru komnir yfir aldursviðmið.
Ættleiðingargjöld
Ákveðið að öll gjöld hjá félaginu verði vísitölutryggð utan félagsgjaldið sem er ákveðið á aðalfundi. Ákveðið að hækkanir komi til framkvæmda 1. mars 2009. Tilkynna þarf breytingar á gjaldtöku til dómsmálaráðuneytis. Ákveðið að stjórn leggi til að árgjald félagsins hækki í 7000 kr. á næsta aðalfundi.
Önnur mál
- Ingibjörg J. og Guðrún gerðu grein fyrir fundi sem þær áttu með nýjum sendiherra Indlands á Íslandi. Hann var mjög jákvæður gagnvart félaginu og vill vera í góðum tengslum við það.
- Dagskrá og fjárhagsáætlun frá PAS nefnd lögð fyrir fundinn. Rætt um hvað félagið hefur lítið svigrúm til að leggja fé til PAS nefndar og tekin ákvörðun um breytingar á dagskrá í samræmi við það.
Næsti fundur ákveðinn 19. mars.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari