Fréttir

Stjórnarfundur 20.06.2018

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 20.júní kl. 20:00 í húsnæði félagsins að Skipholti 50b.

Fundinn sátu: Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Magali Mouy og Sigurður Halldór Jesson . Lára Guðmundsdóttir og Sigrún Eva Grétarsdóttir tók þátt með fjarfundabúnaði.

Einnig sat fundinn Kristinn Ingvarsson framkvæmdarstjóri.

Dagskrá stjórnarfundar :  

  1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
  2. Mánaðarskýrsla maí
  3. Stefnumótun – verkefnistillaga
  4. DMR – skýringar vegna ársáætlun
  5. DMR - Samráðsfundur
  6. EurAdopt - minnisblað
  7. NAC – Members meeting minnisblað
  8. NAC – ráðstefna 2019 
  9. Önnur mál 

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar
Samþykkt 

2. Mánaðarskýrsla maí
Skýrsla rædd.

3. Stefnumótun – verkefnistillaga
Farið yfir tilboð frá Capacent vegna stefnumótunarvinnu, of hár kostnaður á þessu stigi.

4. DMR – skýringar vegna ársáætlun

Formaður og framkvæmdastjóri fara yfir þær athugasemdir sem komu vegna ársáætlunar og þeim svörum sem send voru.

5. DMR – Samráðsfundur með dómsmálaráðuneytinu og sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu

Fundargerð sem formaður skráði og sendi á aðra stjórnarmenn rædd og farið yfir nokkur atriði.

6. EurAdopt – minnisblað
Munnleg skýrsla um EurAdopt ráðstefnuna sem haldin var í maí. Formaður og framkvæmdastjóri munu senda minnisblað til stjórnar um ráðstefnuna.

7. NAC – Members meeting minnisblað
Kynntar voru upplýsingar vegna NAC Members meeting sem verður í Kaupmannahöfn 28.september.

8. NAC – ráðstefna 2019
Rætt um ráðstefnuna 2019 sem verður haldin á Íslandi, ekki búið að taka ákvörðun hvenær hún verður haldin.  Formaður sendir á stjórn NAC kynningu á mögulegum dagsetningum. Skipulagning er hafin, en er enn á hugmyndastigi.

9. Önnur mál
Útilegan– mjög dræm skráning var í útileguna og var ákveðið að hætta við útileguna. Þetta er í þriðja sinn sem útilegunni er frestað vegna þátttöku og orðið nokkuð ljóst að þessi gamli góði viðburður er úr sér genginn.

Reykjvíkurmaraþon– 16 manns búnir að skrá sig og búið að safna 30 þúsund krónum. Félagið mun hafa sérstaka hvatningarstöð nærri lokum 10 km leiðarinnar, formaður tekur að sér að skipuleggja það. Fána félagsins verður flaggað á nokkrum stöðum á Seltjarnarnesi eins og síðastliðin ár.

Útgáfumál– Beiðni um styrk til bókaúgáfu var send til stjórnar. Beiðnin rætt og frestað þar til í haust, en skipa þarf sérstakan hóp vegna útgáfumála félagsins.

Peers námskeið– Framkvæmdastjóri segir frá kynningu sem skrifstofa fékk á Peers námskeiði í tengslum við barna – og unglingastarf.  Áhugi á námskeiðinu var kannaður hjá þeim hópi sem sækir barna- og unglingastarf félagins, en áhugi var ekki nægur til að standa fyrir því. 

Heimsókn frá Tékklandi– Miðstjórnvald Tékklands hefur óskað eftir að heimsækja Íslenska ættleiðingu og íslenska miðstjórnvaldið. Ráðgert er að þau heimsæki Ísland í September, skrifstofa aðstoðar við skipulag á ferðinni.

Er ættleiðing fyrir mig ?– Framkvæmdastjóri kynnir breytingar á skipulagi námskeiðsins og mun senda minnisblað síðar.

Fundi lokið kl. 21:50

Næsti fundur þriðjudaginn 14.ágúst kl. 20:00


Svæði