Fréttir

Stjórnarfundur 20.12.2011

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 22. nóvember 2011 kl. 20:00

Mættir:

Anna Katrín Eiríksdóttir
Ágúst Hlynur Guðmundsson
Árni Sigurgeirsson
Hörður Svavarsson
Jón Gunnar Steinarsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Mál á dagskrá:

1. Rekstur ættleiðingarfélags og fjárlög 2012
2. Áfangaskýrsla starfshóps ráðherra um nýja ættleiðingarlöggjöf
3. Sýslumenn og útgáfa forsamþykkis
4. Önnur mál

1. Rekstur ættleiðingarfélags og fjárlög 2012
Stjórn ÍÆ var langt komin með gerð þjónustusamnings þegar í ljós kom að ráðuneytið hafði ekki sótt um viðbótarfjárveitingu til handa félaginu til fjárlaganefndar.
Fjáraukalög í haust. Á norðurlöndunum er verið að stefna félögum fyrir að sinna ekki því sem þeim er falið samkvæmt lögum. Ef ráðherra útvegar ekki það fé sem félagið þarf til að sinna þeim verkefnum sem félagið ber að sinna lögum samkvæmt, þarf að leita annarra leiða. Mjög brýnt að fá talsamband hjá ráðherra. Rætt var við ráðherra þegar hann tók við embætti í september 2010 og óskað eftir fimmfaldri aukningu á fjárveitingu.
Nefndinni hefur verið boðið að gerður verði þjónustusamningur en það virðist lítill áhugi fyrir því. Stjórn og aðrir eru að starfa launalaust og ef heldur áfram sem horfir þarf að skoða verulegar hækkanir á gjaldskrá.

2. Áfangaskýrsla starfshóps ráðherra um nýja ættleiðingarlöggjöf
Áfangaskýrsla starfshópsins lögð fram. Formaður starfshópsins, Þórunn Sveinbjarnardóttir biður um fjárveitingu til að skrifa ný lög og hefur mikinn áhuga á að halda ráðstefnu en í staðinn eiga að koma minni peningar til félagsins fyrir vikið.

3. Sýslumenn og útgáfa forsamþykkis
Sýslumaðurinn í Búðardal óskaði eftir því við ráðuneytið í ágúst sl. að vera leystur frá þessum málaflokki. Ljóst er að innanríkisráðuneytið mun koma málaflokknum fyrir hjá öðru sýslumannsembætti um áramótin. Mun sýslumannsembættið í Reykjavík taka við málaflokknum. Mikilvægt er að líta svo á að um bráðabirgðaráðstöfun er að ræða. Útgáfa forsamþykkja á heima í öðru embætti. Starfsmenn sýslumannsembættis í Reykjavík komu á fund með nefndinni og lýstu yfir áhugaleysi á þessum málaflokk. Sýslumannsembætti eru í eðli sínu yfirvöld þar sem engin sérþekking er á málefnum barna til staða.
Sú hugmynd hefur komið fram hjá stjórn ÍÆ að stofnað verði sérstök Fjölskyldustofnun sem sér alfarið um málefni barna, þ.á m umgengi og fleira sem er nú til staðar hjá sýslumannsembættunum.

4. Önnur mál
Heimasíða. Minni líkur að það takist að klára og opna síðuna fyrir 15. janúar 2012.

Fundi slitið kl. 21:15.

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði