Fréttir

Stjórnarfundur 22.04.1986

Mætt eru: Guðrún Sveinsd - Helgi Bjarnason - Jón H. Jónsson - Engilbert - Elín

Fundur settur kl. 9:30.

Við eigum fund við dómsmálaráðuneytið - ráðherra og aðaltilgangur fundarins var að gera okkur grein fyrir ástandinu sem hefur myndast í þessu leiðindarstoppi, og hvað við eigum að segja við ráðherra, við ákvaðum að leggja aðal áherslu á mikilvægi þessa sambands við Sri Lanka.

Í síðustu heimsókn okkar í ráðuneytið þá fór Drífa fram á það að við færum strax í það að semja fræðsluform, sem koma á því fólki sem fer utan, að gagni og voru þau mál rædd og ákveðið að setja málið strax af stað og boða fræðslunefnd á næsta fund.

Elín Jakobsdóttir.


Svæði