Stjórnarfundur 23.02.2010
Stjórnarfundur 23. febrúar 2010
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 23. febrúar 2010, kl. 17:10
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Margrét Rósa Kristjánsdóttir
Karl Steinar Valsson
Pálmi Finnbogason
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.
Mál á dagskrá:
1. Sjóðir í vörslu félagsins
2. Sérstök rannsóknarskylda sýslumannsins í Búðardal í kjölfar bankahruns
3. Önnur mál
1. Sjóðir í vörslu félagsins.
Rætt um sjóði sem eru í vörslu félagsins. Sjóðirnir samanstanda af styrkjum frá foreldrum ættleiddra barna. Þessum peningum hefur aldrei verið ráðstafað og hafa verið geymdir inn á reikningum félagsins og safnað þar vöxtum. Stjórn félagsins tekur ákvörðun um að stofna nýtt styrktarfélag.
2. Sérstök rannsóknarskylda sýslumannsins í Búðardal í kjölfar bankahruns.
Sýslumaður í Búðardal hefur nú sent umsækjendum bréf sem þurfa fljótlega að framlengja forsamþykki sitt. Hefur sýslumaður óskað eftir frekari upplýsingum um fjárhag einstaklinga, og m.a. óskað eftir því að umsækjendur leggi fram launaseðla síðustu 3ja mánaða og hefur falið barnaverndarnefnd að skoða fjárhag þessa fólks. Framganga sýslumanns sætir furðu af hálfu stjórnar ÍÆ og mun stjórnin staðreyna lögmæti ákvörðunar sýslumanns.
3. Önnur mál. Fundur með Foreldrafélagi ættleiddra barna (FÆB)
FÆB hafði óskað eftir fundi við ÍÆ. FÆB hefur einbeitt sér að fræðslumálum eftir að heim er komið með börnin og hagsmunagæslu við foreldra. Grunvöllur fundarins er sá að FÆB hefur talið sig vera að skipuleggja viðburði sem stangast á við viðburði hjá hinum félögunum og telur nauðsynlegt að móta stefnu sína upp á nýtt. Þá hefur FÆB óskað eftir því við ÍÆ að ÍÆ skýri betur frá sinni stefnu og verkefnum. Aðalástæðan sé sú að þessi litli hópur sem ættleiðingarstarfið á Íslandi er, sé ekki að vinna hver ofan í annað. Allir eigi að vinna að málaflokknum í heild sinni.
Þörf er á að forma nefndirnar betur og sjá hvaða aðilar ætla að halda áfram nefndarstarfi óháð því hvort þeir sitji í nefndinni eða nýir koma inn.
Fundi slitið kl. 18.15.
Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari