Fréttir

Stjórnarfundur 23.2.2016

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 23. febrúar 2016, kl. 20:00.

Fundinn sátu: Hörður Svavarsson, Elín Henriksen, Elísabet Hrund Salvarsdóttir, Sigrún María Kristinsdóttir og Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Fundargerð ritaði: Vigdís Ó. Häsler Sveinsdóttir.

Dagskrá:
1.
Fundargerð.
Fundargerð stjórnar frá stjórnarfundi dags. 26. janúar sl., samþykkt. 

2. Aðalfundur.
Aðalfundur Íslenskrar ættleiðingar verður haldinn hinn 10. mars nk. á Hilton Hotel Nordica kl. 20 í sal F á 2. hæð. Fundarboð og ósk um framboð í stjórn hafa verið send félagsmönnum.

3. Fjárhags og rekstraráætlun.
Framkvæmdastjóri hefur sent fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun til innanríkisráðuneytisins. Félagið mun skila tap á árinu 2015.

4. Húsnæðismál.
Húsnæðisnefnd falið að skoða ákjósanlega kosti fyrir starfsemi félagsins.

5. Gjaldskrá.
Drög að nýrri gjaldskrá verða lögð fram á næsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar.

6. Víetnam.
Framkvæmdastjóra verði falið við miðstjórnvaldið á Íslandi að gerður verði ættleiðingarsamningur við Víetnam.

Önnur mál.

7. Samstarf við Samtökin 78.
Lagt til að stjórn fundi með nýrri stjórn Samtaka 78 að aðalfundi loknum hjá bjáðum félögum.  

8. NAC og Euradopt ráðstefna og stjórnarfundur.
Umræður um dagskrá og fyrirhugaða ferð til Hollands.

9. Tékkland. 
Embættismenn í innanríkisráðuneytinu hafa sýnt áhuga fyrir því að stjórn og starfsmenn ráðuneytisins heimsæki Tékklandi á næstunni.

Ekki fleira gert. Fundi slitið kl. 22.30.


Svæði