Fréttir

Stjórnarfundur 26.11.1979

Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar, haldinn 26. nóv. 1979 að Keilufelli 31.
Fundinna sátu: Gylfi Már Guðjónsson, Guðrún Helga Soderholm og Sigtryggur Benediktsson.

Almennar umræður um Hollis og aðrar leiðir. Formaður miðlaði upplýsingum til nýrra meðstjórnenda. Ákveðið var að fundir yrðu haldnir heima hjá stjórnarmönnum eftir því sem þurfa þætti. Stjórnin skipti með sér verkum eftir því hve mikið lægi fyrir hverju sinni. Félagsbréf verður sent út á næstunni og því fylgir Gíróseðill v/ félagsgjalda.  Ákvörðun tekin um að þriggja ára vanskil á félagsgjöldum felli fólk út af félagaskrá. Ákveðið var að félögum yrði kynnt sú hugmynd að bjóða Hollis til Íslands, bréfleg og leggja frekari áherslu á tengslin við hann og "styrkja þannig böndin".
Dagskrá lokið.

Guðrún H. Soderholm


Svæði