Stjórnarfundur 27.03.2009
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar föstudaginn 27. mars 2009, kl. 16.00.
1. fundur stjórnar
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Finnur Oddsson
Hörður Svavarsson
Ingibjörg Birgisdóttir
Ragna Freyja Gísladóttir
Vigdís Ósk Sveinsdóttir
Kristjana forfölluð.
Fundurinn hófst á því að eldri stjórnarmeðlimir báðu hina nýkjörnu velkomna til starfa.
- Verkaskipting stjórnar
- Önnur mál
1. Verkaskipting stjórnar
Rætt var um innbyrðis verkaskiptingu stjórnar. Ingibjörg Birgisdóttir afhenti þá stjórn félagsins bréf þess efnis þar sem hún sagði af sér sem stjórnarmaður í ÍÆ. Þá óskaði hún einnig eftir því að verða þegar leyst undan öllum öðrum verkefnum sem hún hafi sinnt sem fulltrúi félagsins, þar með talin seta í stjórn NAC og varafulltrúi í EurAdopt og jafnframt sem leiðbeinandi á undirbúningsnámskeiðum fyrir umsækjendur um ættleiðingu. Kvað Ingibjörg sér ekki fært um að sinna þessum verkefnum, eftir að ljóst var frá aðalfundi félagsins að hún hefði ekki það traust og þá tiltrú á störf sín sem hlytu að vera því til grundvallar.
Þá barst stjórn félagsins einnig bréf frá Ingibjörgu Jónsdóttur fráfarandi stjórnarmanni í ÍÆ, þess efnis að hún segði sig jafnframt frá öðrum verkefnum á vegum félagsins, þ.á.m. setu í stjórn EurAdopt annars vegar og fræðslu fyrir væntanlega kjörforeldra hins vegar. Að lokum óskaði Ingibjörg félaginu, starfsfólki þess og nýkjörinni stjórn velfarnaðar í mikilvægum og vandasömum verkefnum í framtíðinni.
Ákveðið var að stjórn þyrfti þá að boða til annars fundar og óska eftir framboðum til stjórnarsetu ÍÆ. Framkvæmdin þyrfti þó að vera í samræmi við lög félagsins. Ákveðið að halda fund aftur mánudaginn 30. mars kl. 16.30.
Fundi slitið kl. 17.15