Stjórnarfundur 27.04.2010
Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar, þriðjudaginn 27. apríl kl. 17:15
Mættir:
Ágúst Guðmundsson
Elín Henriksen
Hörður Svavarsson
Karen Rúnarsdóttir
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
Kristinn Ingvarsson, framkvæmdastjóri, sat einnig fundinn.
Dagskrá fundarins:
1. Staða ritara stjórnar
2. Fulltrúar ÍÆ í NAC & EURADOPT
3. Skipulag á skrifstofu meðan framkvæmdastjóri er elerlendis.
4. Dagpeningar.
5. Drög að embættisbréfum nefnda.
6. Rekstraráætlun.
7. Gjaldskrá
8. Önnur mál
Fundargerð síðasta fundar lá ekki fyrir.
1. Staða ritara stjórnar
Elín gaf kost á sér í starf ritara stjórnar og var það samþykkt.
2. Fulltrúi stjórnar í NAC og Euroadopt
Karen gaf kost á sér til að vera fulltrúi félagsins í NAC og Euroadopt og var það samþykkt.
3. Skipulag á skrifstofu meðan framkvæmdastjóri er erlendis.
Fyrirhuguð er ferð framkvæmdastjóra til Kólumbíu í byrjun maímánaðar. Rætt var um hvernig haga skyldi opnun skrifstofu í fjarveru hans. Ákveðið að skrifstofan verður lokuð, stjórnarmenn munu sinna tilfallandi verkefnum og þeim málum sem koma upp og þarfnast skjótrar afgreiðslu. Boðið verður upp á að panta viðtalstíma við stjórnarmenn.
4. Dagpeningar
Lögð fyrir fundinn tillaga frá Karli Steinari varðandi fyrirkomulag á greiðslu dagpeninga vegna ferða starfsmanns og stjórnarmanna til útlanda á vegum félagsins. Tillagan samþykkt.
5. Drög að embættisbréfum nefnda
Guðrún kynnti drög að embættisbréfi sem fyrirhugað er að senda formönnum þeirra nefnda sem starfa á vegum félagsins. Ákjósanlegast er að hafa bréfið sem einfaldast og að fá það fólk sem starfar í nefndum til að vinna að bréfinu í samvinnu við stjórn. Ramma þarf betur inn starf nefndanna og mikilvægt er að m.a séu teknar fundargerðir á fundunum og sendar stjórn. Upp kom sú hugmynd að kalla nefndirnar á fund þar sem skipulagt væri hvernig nefndirnar störfuðu saman, með framkvæmdastjóra og stjórn félagsins.
Ekki náðist að ræða öll mál á dagskránni og var ákveðið að funda n.k. þriðjudag þann 4. maí kl. 20:00.
Fundi slitið kl 18:45.