Stjórnarfundur 29.05.2008
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 29. maí 2008, kl. 20:00
5. fundur stjórnar eftir aðalfund í mars 2008
Mættir: Ingibjörg J, Finnur, Helgi, Freyja og Arnþrúður, Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
Fundurinn hófst á því að fundarmenn samþykktur síðustu fundargerð án athugasemda. Framvegis verður þessi háttur hafður á samþykktum fundargerða og þær síðan settar inn á vefsíðu ÍÆ eftir samþykkt.
Börn með skilgreindar sérþarfir frá Kína
CCAA hefur sent ÍÆ nýjar upplýsingar um börn með skilgreindar sérþarfir og er unnið í því að finna fjölskyldur fyrir þessi börn. Einnig hefur ÍÆ aðgang að sameiginulegum lista hjá CCAA fyrir allar ættleiðingarmiðlanir og ÍÆ getur einnig haft milligöngu um ættleiðingar á börnum á þeim lista.
Makedónía
Lítið að frétta af löggildingu ÍÆ í Makedóníu, boltinn er ennþá hjá dómsmálaráðuneytinu.
Kólumbía
Kólumbísk ættleiðingaryfirvöld hafa verið að endurskoða ættleiðingarferlið hjá sér og af þeim orsökum hafa íslenskir umsækendur verið beðnir um fleiri vottorð og endurnýjun vottorð að undanförnu. Í ljós hefur komið að ÍÆ hefur ekki verið samþykkt formlega til að starfa í Kólumbíu sem ættleiðingarmiðlun. Dómsmálaráðuneytið er í sambandi við Kólumbísk ættleiðingaryfirvöld að vinna að þessu máli en þetta ætti ekki að hafa áhrif á ganga mála þar fyrir íslenska umsækendur.
Indland
Beðið eftir að starfsleyfi barnaheimilisins, sem ÍÆ er í samstarfi við, verði endurnýjað en búast má við að það verði alveg á næstunni.
Vefsíða ÍÆ
Ritstjórn vefsíðunnar gerði grein fyrir fundi sem hún hélt vegna yfirferðar á efni og útliti vefsíðunnar. Tillögur kynntar um uppfærslu á efni vefsíðunnar t.d. á ættleiðingarferlinu, sem gert er ráð fyrir að minnki fyrirspurnir á skrifstofu. Ákveðið að ritstjórnin haldi áfram með þessa vinnu.
Tímarit ÍÆ
Ekki búið að safna þeim auglýsingum sem eiga að fjármagna útgáfu tímaritsins. Efni tímaritsins er að mestu leyti tilbúið.
Málþing
Málþing PAS nefndarinnar sem haldið var 17. maí síðastliðinn var mjög vel heppnað og vel sótt. Í lok málþingsins var Gestur Pálsson trúnaðarlæknir ÍÆ heiðraður fyrir starf sitt í þágu félagsins og honum afhent mynd af mörgum börnum í félaginu. Umræða um hvernig hægt er að safna efni sem flutt er á málþingum eða fyrirlestrum á vegum ÍÆ til að eiga í gagnasafni.
Önnur mál
Styrkur sendur til CCAA upp á 10.000 USD vegna jarðskálftanna.
Skjalavarsla ættleiðingarskjala rædd. Samþykkt að senda bréf til dómsmálaráðuneytisins þar sem lagt er til að ráðuneytið komi skjölunum í viðurkenndar skjalageymslur en að ÍÆ muni sjá um afhendingu skjalanna og viðhlýtandi handleiðslu fagaðila við afhendingu.
Fleira ekki rætt og fundi slitið.
Arnþrúður Karlsdóttir
Fundarritari