Fréttir

Stjórnarfundur 3.4.2024

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 3.apríl kl. 17:30.  

Mætt: Helga Pálmadóttir, Kristín Ósk Wium, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir og Sólveig Diljá Haraldsdóttir.    

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  

Dagskrá stjórnarfundar

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
2. Fundargerð aðalfundar 20.mars 2024
3. Skýrsla skrifstofu
4. Verkaskipting stjórnar 
5. NAC & EurAdopt
6. Framkvæmdastjóri - ráðningarferli
7. Félagsstarf og fræðsla
8. Farsæld ættleiddra barna - minnisblað
9. Önnur mál

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 12. mars 2024  
Fundargerð samþykkt. 

2. Fundargerð aðalfundar 20. mars 2024  
Fundargerð aðalfundar samþykkt.  

3. Skýrsla skrifstofu  
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu.  

4. Verkaskipting stjórnar  
Verkaskipting stjórnar eru rædd. Kristín Ósk Wium gefur kost á sér sem formaður og samþykkja allir meðlimir stjórnar það. Þá gaf Sigríður Dhammika kosta á sér sem varaformaður og samþykkja allir meðlimir stjórnar það einnig. Ritari – Selma Hafsteinsdóttir heldur áfram að vera ritari stjórnar og meðstjórnendur verða Helga og Sólveig.   

5. NAC & EurAdopt   
Rætt er um stöðu fulltrúa stjórnar ÍÆ í Nordic Adoption Council, NAC og EurAdopt.   

Sigríður Dhammika óskar eftir því að verða fulltrúi félagsins í NAC og Helga Pálmadóttir verður varafulltrúi.   

Kristín Ósk verður fulltrúi félagsins í EurAdopt og Sigríður Dhammika verður varafulltrúi.  

6. Framkvæmdastjóri -  ráðningarferli  
Rætt var um fyrirhugað ráðningarferli vegna nýs framkvæmdastjóra félagsins.  

7. Félagsstarf og fræðsla  
Rætt um fyrirhugað fimleikafjör 6.apríl, góð skráning.  

8. Farsæld ættleiddra barna - minnisblað  
Minnisblað sem framkvæmdastjóri leggur fram rætt.  

9. Önnur mál  
Engin önnur mál.   

Fundi lokið kl. 18:16 

Næsti stjórnarfundur 8.maí kl. 17:30 

 


Svæði