Fréttir

Stjórnarfundur 30.11.2010

Stjórnarfundur 30. nóvember 2010

Fundur stjórnar Íslenskrar ættleiðingar þriðjudaginn 30. nóvember 2010, kl. 17.15

15. fundur stjórnar

Mættir:

Ágúst Hlynur Guðmundsson
Hörður Svavarsson
Elín Henriksen
Guðrún Jóhanna Guðmundsdóttir
Karl Steinar Valsson
Vigdís Ósk Sveinsdóttir

Kristinn Ingvarsson framkvæmdastjóri ÍÆ sat einnig fundinn.

Fundurinn hófst á því að fundarmenn fóru yfir síðustu fundargerð og samþykktu hana.

Mál á dagskrá:
1. Gjaldskrármál
2. Undirbúningur fyrir fund með Hrefnu Friðriksdóttur
3. Önnur mál

1. Gjaldskrármál
Kristinn, Karl Steinar og Elín fara yfir drög að breyttri gjaldskrá félagsins sem lagðar verða fyrir á næsta aðalfundi 2011.

Lagt til að skrifstofan fari yfir þessa framsetningu til nánari útfærslu fyrir aðalfund 2011. Fyrirhugað verði að félagsmönnum verði kynntar breytingarnar á kynningarfundi í janúar þar sem þeim gefst þá tækifæri til að koma athugasemdum sínum á framfæri.

2. Undirbúningur fyrir fund með Hrefnu Friðriksdóttur
Formaður leggur fram yfirlit yfir eftirlitsaðila og hvernig framkvæmd er háttað á Íslandi vegna ættleiðinga.

Aðilar úr stjórn munu, ásamt framkvæmdastjóra hitta fyrir Hrefnu Friðriksdóttur lögfræðing vegna úttektar hennar á málaflokknum fyrir dómsmálaráðuneytið. Formaður stjórnar mun draga saman þau atriði sem brenna mest á stjórn vegna úttektarinnar og afhenda Hrefnu á fundinum.

Fundi slitið kl. 22.00

Vigdís Ó. Sveinsdóttir fundarritari


Svæði