Fréttir

Stjórnarfundur 7.2.2024

Stjórnarfundur Íslenskrar ættleiðingar, miðvikudaginn 7.febrúar kl. 17:30.  

Mætt: Berglind Glóð Garðarsdóttir, Selma Hafsteinsdóttir, Sigríður Dhammika Haraldsdóttir, Sólveig Diljá Haraldsdóttir, Svandís Sigurðardóttir og Örn Haraldsson.

Fjarverandi: Gylfi Már Ágústsson

Þá tók Elísabet Hrund Salvarsdóttir framkvæmdastjóri þátt í fundinum.  

Dagskrá stjórnarfundar

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
2. Skýrsla skrifstofu 
3. Tékkland 
4. Fundur með DMR
5. Staða ættleiðingarmála í Noregi og Danmörku
6. Eftirfylgniskýrslur
7. Samningur við Mennta- og barnamálaráðuneytið
8. Aðalfundur ÍÆ 2024 
9. Ársreikningur 2023
10.Önnur mál   

1. Fundargerð síðasta stjórnarfundar 
Fundargerð samþykkt. 

2. Skýrsla skrifstofu 
Framkvæmdastjóri fer yfir skýrslu skrifstofu. Mikið af viðtölum og fræðslu. Farið yfir stöðuna í samstarfslöndunum. Sagt frá fræðslu með David Asplund sem verður 15.febrúar í gegnum fjarfundarbúnað. 

3. Tékkland 
Farið yfir stöðuna, fyrir fund hafði ekki borist svar við beiðni félagsins. Tölvupóstur berst meðan stjórnarfundar er í gangi og verður yfirfarin af framkvæmdastjóra og formanni. 

4. Fundur með DMR 
Framkvæmdastjóri fer yfir minnisblað sem deilt hafði verið með stjórn eftir fund hennar með ráðuneytinu þar sem farið var yfir nokkur mál.  

5. Staða ættleiðingarmála í Noregi og Danmörku 
Framkvæmdastjóri fer yfir minnisblað sem deilt var með stjórn um þá stöðu sem er uppi í Noregi og Danmörku. 16.janúar koma fréttir um að Bufdir miðstjórnvald ættleiðinga í Noregi hafi lagt til við ráðherra að loka fyrir allar alþjóðlegar ættleiðingar meðan á rannsókn stendur næstu 2 ár, á sama tíma kom tilkynning frá Danmörku um að stjórn DIA hafi ákveðið að loka félaginu. Mikil óvissa í gangi á Norðurlöndunum en á mismunandi hátt.   

6. Eftirfylgniskýrslur 
Framkvæmdastjóri fer yfir stöðuna, fyrirhuguð lítils háttar breyting á verklagi til að auðvelda félaginu að fylgjast með þegar sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu sendir inn skýrslu til upprunalanda.  

7. Samningur við mennta- og barnamálaráðuneytið 
Framkvæmdastjóri skrifaði undir samning í janúar við mennta- og barnamálaráðuneytið um þróun verklags um samþætta þjónustu við börn sem ættleidd eru til Íslands. Starfsfólk og stjórn félagsins hefur á síðustu árum unnið markvisst  að því að auka skilning stjórnvalda á því hversu mikilvæg þjónusta og stuðningur eftir ættleiðingu er fyrir farsæld ættleiddra barna og fjölskyldna þeirra. 

Við fögnum því þessum áfanga að farið sé af stað með þetta verkefni til tryggja að ættleidd börn fái samþætta þjónustu á grundvelli laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna.  

Búið er að halda fyrsta fund með fulltrúum mennta- og barnamálaráðuneytis til að fara yfir verkefnið 

8. Aðalfundur ÍÆ 2024 
Undirbúningur vegna aðalfundar komin langt, tvær breytingartillögur komu á samþykktum félagins. Sendur verður út póstur til að hvetja félagsmenn til að mæta á fundinn.   

9. Ársreikningur ÍÆ 2024 
Verið er að klára uppsetningu á ársreikningi.  

10. Önnur mál 

Fundi lokið kl. 19:00 

Næsti fundur miðvikudaginn, 13.mars kl. 17:30 


Svæði