Fréttir

Stjórnarfundur ÍÆ 03.02.2005

kl. 20:15.

Mætt: Ásta B. Þorbjörnsdóttir, Guðmundur Guðmundsson, Ingibjörg Jónsdóttir, Ingvar Kristjánsson, Lísa Yoder. Auk þeirra sat Guðrún Sveinsdóttir framkvæmdastjóri fundinn.

Fundargerð.

Það er komið svar frá Heilbrigðis- og tryggingarmálaráðuneyti. Það er greinilegt að ekki er vilji innan ríkisstjórnarinnar að greiddir verði ættleiðingarstyrkir. Undarlegt í ljósi þess að nú er ekki lengur efast um að ófrjósemi sé sjúkdómur skv. Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.

Indland.
Við eigum eitt barn á Indlandi sem þarf að sækja út. Rætt um hverjir mögulega gætu farið til að sækja barnið.
Annars er lítið um að vera í ættleiðingarmálum á Indlandi.

Aðalfundur
Búið er að panta sal á Fosshóteli fyrir aðalfundinn.
Rætt var um fyrirlesturinn sem var á okkar vegum um daginn.
Hugsanleg framboð til stjórnar rædd. Ásta gefur ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu.

Málþing.
Rætt um möguleg efnistök á málþingi. Þarf að vera eitthvað jákvætt. Athuga þarf með frágang á leikskólabæklingi fyrir málþingið. Rætt um að hafa þing í maí. Tvær tillögur komu fram um fyrirlesara, það voru þær Anna svefnráðgjafi á Borgarspítalanum og Arndís sálfræðingur sem er félagsmaður okkar.

Rannsóknin á vegum aðila frá KHÍ.
Hún er í gangi og búið er að afmarka þátttakendalistann.

Nýja heimasíðan.
Stafirnir eru óþarflega stórir og ætlar hönnuðurinn að minnka stafastærð. Rætt var um lokaða svæðið og fyrirkomulag með aðgang að því, þ.e. hvort hver og einn félagsmaður fengi sitt lykilorð eða yrði það sama fyrir alla.

Hugmyndir um nýtt húsnæði.
Guðmundi var falið að kanna möguleikana varðandi bankamálin m.t.t. til láns fyrir nýju húsnæði. Hver myndi kostnaðurinn vera fyrir ca. 9 millj. króna lán. Leggja þarf mat á það hvort sé hagkvæmara að leigja eða kaupa eigið húsnæði. Miðað við 25 ára lán, þá er þetta á bilinu 57-62 þús á mánuði, eða um 700 þús á ári.

Rætt var um að birta lista yfir þá sjóði starfsmannafélaga sem styrkja ættleiðendur.

Fundi lauk kl. 21:45


Svæði