Stjórnarfundur ÍÆ 26.01.2006
Fundur í stjórn Íslenskrar ættleiðingar 26. janúar 2006.
Mættir: Ingibjörg, Gerður, Ingvar, Arnþrúður, Guðmundur og Helga. Guðrún framkvæmdastjóri sat fundinn.
1) Aðalfundur þann 16. mars. Stjórnarkjör.
Umræður urðu um fjölda í stjórn. Ákveðið að leggja til lagabreytingu á aðalfundinum, setja inní að fundir séu löglegir ef að hann sækji meirihluti stjórnar í stað þess að það þurfi fimm til þess að fundurinn sé löglegur.
Farið yfir hverjir ætli að gefa kost á sér í stjórn aftur. Guðmundur gefur kost á sér áfram. Ingvar hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér en hann hefur setið 10 ár í stjórn, Gerður ætlar sömuleiðis ekki að gefa kost á sér, en hún hefur verið 6 ár í stjórn. Helga er að ljúka sínu öðru ári og gefur ekki kost á sér. Það vantar því þrjá í stjórn. Setja inn á heimasíðuna hvenær aðalfundurinn er og benda á í leiðinni að það vanti þrjá í stjórn og fólk geti látið vita ef það er áhugasamt. Einnig ef fólk hefur áhuga á að starfa í nefndum á vegum félagsins.
2) Vinnureglur frá ráðuneytinu.
Setja vinnureglurnar inná lokaða svæðið á heimasíðunni.
3) Námskeið og fleira.
Yfirfullt er á þau námskeið sem fyrirhuguð eru á næstunni. Það vantar því fleiri sem geta haldið námskeiðin. Það er nauðsynlegt að hafa tvö teymi.
Umræður um hverjir geti tekið þetta að sér.
4) Erindi frá félagsmanni.
Umræður um efni bréfs sem barst frá félagsmanni. Ákveðið að fá fulltrúa frá þeim sem að bréfinu standa og fá þeirra sjónarmið og útskýra okkar.
5) Varamaður í NAC.
Gerður hefur verið okkar aðalfulltrúi í NAC í fjögur ár. Gerður er tilbúin að klára NAC tímabilið sem rennur út 2007 þó að hún láti af störfum í stjórn. Gerður leggur til að Guðrún starfsmaður verði okkar varamaður. Það tíðkast á hinum Norðurlöndunum að framkvæmdastjórar sitji þessa fundi.
6) Ráðstefna EurAdopt, dagskrá opening day, varamaður í EurAdopt.
Ingibjörg er okkar aðalmaður í EurAdopt. Núna vantar varamann. Ákveðið að taka þetta mál upp á næsta fundi.
7) Dagskrá vinnufundar 9. febrúar næstkomandi.
Vinna að post adoption, undirbúa aðalfund, vinnuferlar, heimasíðan og fleira og fleira. Ingibjörg sendir okkur dagskrá yfir vinnufundinn.
8) Önnur mál.
-Gerði langar til að einbeita sér að gerð fræðslu fyrir foreldra eftir að heim er komið með börnin (post adoption service).Var því ákaft fagnað af öðrum stjórnarmeðlimum.
-Á leiðinni er sendinefnd frá Kína. Áætlað er að hún komi í apríl. Gaman væri ef hægt væri að halda Kínahátíðina á sama tíma og þeir eru hér. Þarf að huga að þessu fljótlega.
-Guðrún nefndi að mögulega þarf að fá einhvern í afleysingu á skrifstofuna í sumar. Það var mikið að gera í fyrrasumar. Þurfum að huga að þessu.
-Í maí er spennandi ráðstefna í Stokkhólmi. Spurning hvort að félagið sendi fulltrúa. Ákveða seinna.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Helga Gísladóttir, fundaritari.