Stuðningshópar fyrir fólk á biðlista
Nú stendur til að endurvekja stuðningshópa fyrir fólk á biðlista hjá ÍÆ. Slíkur umræðuhópur var hjá félaginu árið 2007 og er tilgangurinn meðal annars sá að fólk deili áhyggjum sínum og eigin leiðum til að „hafa af“ biðina, með öðru fólki í sömu sporum.
Starfinu verður hleypt af stokkunum um næstu helgi. Hér er auglýsing um hópana ásamt skráningarformi.
Nauðsynlegt er að hlaða skjalinu niður áður en formið er fyllt út.
Að því búnu er skjalið vistað og sent á netfangið isadopt.is
Þeir sem eiga í erfiðleikum með þetta geta sent inn skráningu á forminu sem er hér.