Fréttir

Styrkjamálið nú í réttum farvegi

Nú hefur Félagsmálaráðuneytið skipað starfshóp til að vinna að undirbúningi ættleiðingarstyrkja.  Stjórn Íslenskrar ættleiðingar fékk að tilnefna mann í hópinn og mun Karl Steinar Valsson, varaformaður ÍÆ sjá um að koma sjónarmiðum félagsins á framfæri.

Vinnuhópurinn á að undirbúa laga- og reglugerðarbreytingar sem leggja þarf fyrir haustþing til samþykktar svo hægt sé að greiða út styrki frá næstu áramótum.

Sjá nánar á vef félagsmálaráðuneytisins 

Svæði