Fréttir

Tengslavandi og tengslaeflandi nálgun / aðferðir foreldra

Fræðsla á vegum Íslenskrar ættleiðingar fimmtudaginn  11. október klukkan 20.00 í húsnæði Framvegis, Skeifunni 11, Reykjavík, 3.hæð. 

Fyrirlesari er Vilborg G. Guðnadóttir, geðhjúkrunar- og fjölskyldufræðingur og handleiðari. Hún starfar á göngudeild BUGL við klíniska fjölskyldumeðferð þegar barn/unglingur glímir við afleiðingar misalvarlegs tengslavanda. Einnig er hún að þjálfa og handleiða fagfólk í þessari stuðningsaðferð.

Tilgangur fræðslunnar er kynna ákveðna tengslaeflandi hugmyndafræði sem byggir á að auðvelda foreldrum að "skyggnast á bak við" hér og nú hegðun barnsins og ná þannig að setja hana í merkingarbært samhengi aldurs, þroska og tengslavanda. Við það aukast líkur á að þörfum barnsins sé mætt á þroskavænlegan máta.

Fræðslan er félagsmönnum að kostnaðarlausu en fyrir utanfélagsmenn kostar 2900.


Svæði