Tímaritið Birta 2.-8. september
Í síðasta blaði Birtu er skemmtilegt viðtal við Yesmine Olsson einkaþjálfara og dansara. Yesmine er ættleidd frá Sri Lanka til sænskra foreldra en hefur verið búsett á Íslandi undanfarin ár.
Hún ræðir í þessu viðtali um reynslu sína af ættleiðingum og bendir kjörforeldrum m.a. á mikilvægi þess að ræða ættleiðinguna við börnin sín.
Yesmine lýsti áhuga á að vinna með ættleiðendum og hefur tekið vel í að hitta stjórnarfólk ÍÆ fljótlega til að skoða á hvaða hátt reynsla hennar getur komið félagsmönnum að notum.
Ritstjóri Birtu var svo vinsamlegur að láta ÍÆ hafa nokkur eintök af blaðinu og geta þeir sem ekki fengu blaðið hringt eða sent tölvupóst til til ÍÆ og fengið sent eintak.