Tungumála- og menningarnámskeið
Íslensk ættleiðing í samvinnu við Konfúsíusarstofnunina Norðurljós hefur um nokkurt skeið staðið fyrir námskeiðum í kínversku og um kínverska menningu. Í október hófst tilraunaverkefni þar sem nokkrum fjölskyldum var boðð að taka þátt í þróun námskeiðs fyrir fjölskyldur sem eru að undirbúa upprunaferð til Kína. Á námskeiðinu er farið yfir helstu kínversku táknin sem geta komið að góðum notum á ferðalaginu og helstu siði sem gott er að vera meðvitaður um. Lárus H. Blöndal sálfræðingur Íslenskrar ættleiðingar verður svo þátttakendum innan handar þegar kemur að sálrænum undirbúningi þátttakenda áður en að haldið er af stað til Kína.
Gert er ráð fyrir að næsta námseið hefjist í janúar, en það verður auglýst betur síðar.