Upplýsingar um börn með sérþarfir væntanlegar frá Kína
CCAA í Kína hefur sent frá sér tilkynningu um að listi yfir börn með sérþarfir birtist 8. febrúar. Hingað til hafa listarnir verið birtir án þess að félögin hafi verið látið vita og hefur það gert Íslenskri ættleiðingu erfitt um vik að vakta listann þar sem Kína er 8 klukkutímum á undan okkur. Vinnudagurinn þar er því að byrja um miðnætti hér og enginn veit hvenær né klukkan hvað listarnir birtast.
Nú er vitað að listinn verður uppfærður þann 8. febrúar en ekki klukkan hvað og verður því vakað yfir listanum þá nótt, þannig að við sitjum við sama borð og önnur félög.
Nýju fólki fylgja breytingar og er þessi breyting tilkomin eftir að nýr framkvæmdarstjóri CCAA tók til starfa. Hann hefur gefið út að nú verði löggð meiri áhersla á ættleiðingu barna með sérþarfir og þetta er liður í því að félögin hafi auðveldara aðgengi að upplýsingum um þau.