Uppselt - Er ættleiðing fyrir mig?
Undirbúningsnámskeiðið Er ættleiðing fyrir mig? verður haldið helgina 24-25 september og 29. október. Umsækjendum um ættleiðingu er skylt samkvæmt reglugerð að sækja námskeiðið. Námskeiðið er fyrir fólk sem er að taka fystu skrefin í ættleiðingarferlinu og er hannað til að aðstoða við að taka ákvörðun um hvort ættleiðing barns sé skuldbinding sem fólk treystir sér í. Að jafnaði stendur félagið fyrir tveimur námskeiðum á ári. Uppselt er á námskeiðið að þessu sinni! Næsta námskeið verður haldið í febrúar 2017. |