Fréttir

Vefritið - Ættleiðingar samkynhneigðra

Birt 19/11/2010 -

Flest fólk telur það til mannréttinda að eignast börn. Samkynhneigðir búa við það að þurfa í­ flestum tilvikum að leita ættleiðinga, vilji þeir ala upp börn.  Þótt í­slensk lög geri ráð fyrir ættleiðingum samkyn-hneigðra er það einungis hálfur sigur fyrir þá.

Vandkvæði á ættleiðingum þrátt fyrir fengin réttindi
Við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að þó svo að ættleiðingar til samkynhneigðra séu leyfðar hér á landi samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi 27. júní­ 2006 eru möguleikar þeirra til ættleiðinga litlir og  slí­kt er nánast útilokað fyrir samkynhneigða karlmenn. Enn hefur nefnilega engin þjóð leyft ættleiðingu til samkynhneigðra utan sí­ns lands. Íslensk ættleiðing óttast það að þrýsta á þau lönd sem Íslendingar eru með samninga við varðandi ættleiðingar sökum þess að þetta er mjög viðkvæmt mál.

Samkvæmt í­slenskum lögum er ekki heimilt að fá staðgöngumóður og er þá sá möguleiki úr myndinni. Einu lí­kurnar á að samkynhneigðir karlmenn geti ættleitt er að í­slenskt barn verði sett til ættleiðingar og slí­kar ættleiðingar ganga oftast til fjölskyldumeðlima.

Sví­þjóð varð fyrst Norðurlanda til þess að veita samkynhneigðum fullan rétt til frumættleiðinga á börnum, erlendum sem innlendum, en lög þess efnis tóku gildi 1. febrúar 2002. Enn hefur þó ekkert barn verið ættleitt þangað frá öðrum löndum sökum þess að enn hefur ekkert land fundist til þess að ættleiða frá.

Mannréttindabarátta í­ eðli sí­nu alþjóðleg
Ísland stendur vissulega framar öðrum löndum er kemur að réttindum samkynhneigðra, og er okkar að standa vörð um þau réttindi og vera öðrum löndum gott fordæmi.  Slí­kt nægir þó ekki þegar að þessu kemur, sem segir okkur að mannréttindabarátta verður ávallt alþjóðleg.

Ættleiðingar samkynhneigðra


Svæði