Fréttir

Visir.is - Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“

Stefán kemur til dyranna eins og hann er kæddur
Stefán kemur til dyranna eins og hann er kæddur

Stefán Árni Pálsson skrifar 20. nóvember 2017 15:30

„Alveg frá því að ég var smápolli ætlaði ég mér að fara út til Rúmeníu,“ segir Stefán Octavian Gheorghe Bjarnason var ættleiddur frá Rúmeníu þegar hann var á þriðja ári en hann hefur lengi dreymt um að leita af ættingjum sínum þar í landi. Stefán veit að móðir hans var aðeins táningur þegar hún átti hann, en hefur að öðru leyti litla upplýsingar um forsögu sína. Stefán var í viðtali í Brennslunni á FM957 í morgun.

Stefán kom til landsins árið 2000 en hann fæddist árið 1997. Hann bjó fyrstu sjö ár lífsins á Ísafirði en flutti því næst í höfuðborgina. Fjallað var um sögu Stefáns í þættinum Leitin að upprunanum á Stöð 2 í gærkvöldi og fór hann þá út til Rúmeníu og fékk að hitta fjölskyldu sína.

„Það var skotið töluvert á útlit mitt þegar ég var lítill og það var alveg einelti á tímabili. Ég hef alltaf staðið rosalega með sjálfum mér og varið sjálfan mig. Ég var snarklikkaður krakki. Ég áttaði mig bara á því fyrir tveimur árum að það mótaði mig greinilega að fá enga móðurást og alvöru umhyggju fyrstu tvö ár lífs míns.“

Stefán hitti ömmu sína úti í Rúmeníu.

„Hún kemur bara alveg til dyra eins og hún er klædd og ég hef það greinilega frá henni,“ segir Stefán og bætir því við að hann hafi verið að upplifa stærsta draum lífsins þegar hann fór út til Rúmeníu. Í ljós kom í þættinum í gær að móðir Stefáns hefur átt mjög erfitt líf.

„Það sem maður heyrði hvernig hennar ævi hefur verið síðustu tuttugu ár, það var svakalega erfitt. Mér fannst líka í raun frekar óþægilegt að koma þarna út og ég í voðalega dýrum og fínum fötum og bera mig saman við fjölskylduna mína. Mér leið frekar illa með það.“

Stefán starfar í dag við framleiðslu á klámi og segist vera fyrsta íslenska klámstjarnan.

„Ég get titlað mig sem klámstjörnu þar sem ég er á topp sex lista í þessum bransa. Fyrst er þetta starf rosalega skrýtið og öðruvísi. Ég flýg mest út til Prag og Amsterdam í verkefni, en stundum einnig til Barcelona.“

Hvernig er venjulegur dagur í vinnunni hjá Stefáni?

„Ef það eru tökur þá vakna ég hálf sjö á morgnanna. Þá kemur einkabílstjóri og sækir 2-3 sem eru saman í íbúð. Síðan mætum við bara upp í stúdíó og þá fara menn í sturtu, hár og förðun. Það eru vanalega um átta á setti þegar verið er að taka upp venjulega klámmynd. Í desember erum við að fara í framleiðslu á einni stærstu klámmynd sem gerð hefur verið og þá erum við að taka um 30-40 manns,“ segir Stefán en klámmyndanafn hans er Charlie Keller.

Hvað þarf góður klámmyndaleikari að hafa?

„Þú verður að vera grannur og halda þér í formi. Ég er með svo hraða brennslu að ég þarf voðalega lítið að pæla í þessu.“

Hér að neðan má heyra viðtalið við Stefán.

 

Visir.is - Stefán upplifði drauminn og fann fjölskyldu sína: „Get titlað mig sem klámstjörnu“


Svæði