Vor- og sumardagskrá ÍÆ 2025
Dagskrá vors og sumars 2025
9. apríl - Minnum á opið hús í kvöld klukkan 19.30! Að þessu sinni bjóðum við foreldra ættleiddra barna velkomna á skrifstofu ÍÆ Skipholti 50b. Kjörið tækifæri fyrir foreldra að hittast, hvort sem fólk þekkist eða ekki, en einnig er hægt að tala við starfsfólk um hjartans mál. Það er okkur mikilvægt að hlusta og vera til staðar.
22. apríl er síðasti forskráningardagur fyrir Reykjavíkurmaraþonið en við hvetjum félagsmenn til að skrá sig sem fyrst og hlaupa til góðs fyrir félagið. Félagið þarf virkilega á þínum stuðningi að halda og við viljum halda sýnileikanum á lofti. Hugmyndin er að skapa góðan anda í góðum félagskap á þessum hátíðisdegi þegar afmæli Reykjavíkurborgar er fagnað laugardaginn 23. ágúst.
5. maí - Biðlistahittingur á skrifstofu félagsins klukkan 19.30 fyrir fólk með umsókn í upprunalandi. Haft verður samband við fólk á biðlista sérstaklega.
21. maí - Fyrirlestur um upprunaleit með hjálp DNA verður haldinn í sal Rafmennt, Stórhöfða 27 klukkan 20.00. Nánar auglýst síðar.
14. júní - Sumargrill í Gufunesbæ milli klukkan 12.30 og 14.00. Búið er að panta gott veður og aldrei að vita hvort boðið verði upp á Candyfloss líkt og í fyrra. Nánar auglýst síðar.
23. ágúst - Reykjavíkurmaraþon!