Fréttir

Stjórnvöld: Ættleiðingarstyrkir samþykktir

Stjórnvöld: Ættleiðingarstyrkir samþykktir
Kjörforeldrar hér á landi fá framvegis styrki vegna ættleiðingar barna líkt og tíðkast annars staðar á Norðurlöndum. Þetta var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Árni Magnússon félagsmálaráðherra segir málið verða útfært næstu vikur.

 

 

Félagsmálaráðherra lagði áform um ættleiðingarstyrki fyrir ríkisstjórn og var erindinu vel tekið að hans sögn. Útfærslan er eftir. Félagsmálaráðherra segir nokkuð misjafnt milli landa hversu mikinn þátt ríkið tekur í ættleiðingarkostnaðinum.

Sjá nánar á http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1187175

og

http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2574128&e342RecordID=124453&e342DataStoreID=2213589


Svæði