Fréttir

Stjórnarfundur 10.05.1984

Á fundinum voru ræddir möguleikar um ættleiðingar frá ýmsum löndum sem þegar hefur verið skrifað en engin svör borist enn.
Þá voru biðlistar ræddir og samræmdir. 
Einnig var gert lauslegt uppkast af fréttabréfi sem Guðbjörg ætlar að ljúka við og senda út og mun það innihalda fréttir af gangi mála og fólk beðið að staðfesta skráningu sína á biðlista fyrir 15. júní næstkomandi svo hægt sé að ganga út frá vísu hverjir eru virkir og tilbúninr að fara og hverjir eru ekki ákveðnir.
Þá var ákveðið að halda fjölskylduskemmtun fyrir alla félaga og börn þeirra í september næst komandi.

Mættir voru:
Guðbjörg Alfreðsdóttir      formaður
María Pétursdóttir             vara form.
Birgir Sigmundsson           gjaldkeri
Sigurður Karlsson              ritari
Monika Blöndal                 meðstj.
Elín Jakobsdóttir               varamaður

Sig. Karlsson


Svæði